Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 6
6 ur og fleiri höfðingja, á árunura 1197—12001), og stóð síðan fram á 16. öld, sem áður er sagt. Páls saga, sem skírir frá þessu, segir, að tilefnið til stikulaganna hafi verið "ranglæti manna um álnir, bæði útlenskra og íslenskra manna«, sem gekk svo úr hófi, að ekki þótti lengur mega svo búið standa. Breitingin frá hinu eldra lengdarmáli var þó ekki mikil, því að stikan skildi vera jafnlöng tveimur áln- um, þeim sem áður höfðu tíðkast, og er því stikumálið í rauninni ekki annað enn hið gamla álnamál tvöfaldað. Þessi gömlu stikulög eru til enn í tveim fornum lögbókum, Staðarhólsbók og Belgsdals- bók, að vísu ekki ómeinguð, og eru prentuð eftir þeim í ísl. Fornbrs. I 306.—310. bls., og í útgáfum Grágásar. í Staðarhólsbók er text- inn heldur betri, og verður þó að hafa hitt handritið til hliðsjónar, því að það hefur geimt sumt, sem Sthb. sleppir. í Sthb. birja lögin þannig: Þat er mœlt, at nú skulu menn mœla vaðmdl ók lérept ok klœði öll með stikum þeirn, erjafnlangar eru tíu sem kvarði tvitugr, sá er merkðr er á kirkjuvegg á Þingvelli, ok leggja þumalfingr fyrir hverja stiku. »Kvarði tvítugr« er sama sem tuttugu álna langur kvarði, og sjest á þessu að stikan átti að vera helmingi lengri enn hin forna alin. Aðalbreitingin virðist vera fólgin í því, að öllum er gert að skildu að laga kvarða sína eftir hinum tvituga kvarða sem markaður var á kirkjuvegg á Þingvelli. Að vísu virðist þessi kvarði hafa verið til firir nímælin, því að lengd hans var talin í álnum (»tvítugr«), enn ekki stikum. Enn landsmenn virðast ekki hafa gætt þess að rjetta álnir sínar eftir honum, enda var ervitt firir menn úr fjarlægum hjeröðum að ná til þessa kvarða á Þing- velli. Ur þessu er nú bætt með því að setja inn í stikulögin svo- látandi ákvæði: Þat er mœlt, at at graftarkirkju hverri skal merkja stiku lengð, þá er rétt sé at hafa til álna máls, ok megi menn þar til ganga, ef á skílr um álnar2). Það segir sig sjálft, þó að ekki sje það tekið fram berum orðum, að svo hefur verið til ætlast, að þessar stikur við graftarkirkjurnar skildu lagaðar nákvæmlega eftir Þing- vallarkvarðanum, og er hann því með þessu ákvæði fluttur út í öll hjer- öð landsins, í hverja einustu kirkjusókn, og öllum landsmönnum gert hægt firir að rjetta eftir honurn stikur sínar og jafna ágreining, sem *) Sbr. Bisk. 1 135. bls. og ísl. Fornbrs. I 306. bls. Jóns Loftssonar er ekki getið við nímælin, heliiur sona hans, Sæmundar og Orms, og eru þau því samþikt eftir dauða Jóns (1197). Eftir viðburðaröð Páls sögu virðast þau helst vera frá ár- inu 1199 eða 1200, og ingri geta þau ekki verið, því að 1200 er síðasta lögsöguár Gizurar Hallssonar. 2) Akvaeði þetta stendur aðeins i Belgsdalsbók (ísl. Fornbrs. I 309 bls.) enn ekki í Staðarhólsbók, og er þó auðsætt, að það hefur verið í stikulögunum frá upphafi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.