Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 13
13 lega framhandlegginn firir neðan olboga. Lengd hans á meðaimanni fram á langafingurs góm mun vera um 47 sentímtr. eða tæplega 18 þumlungar danskir.1 2) Þessi náttúrlega öln er þá rúmum 2 sentímtr. (8/4 þumlungs) stittri enn það gildi hinnar fornu lögálnar, sem áður var fundið. í hinum fornu Búalögum, sem standa í lögbók Snjólfs prests Einarssonar (AM. 157, 40. bls. 85—94), finst þessi grein: Þat er Tcallat borðlœgt tré, er íslenzTcrar stíku er langt, er um tekr. Þat er kallat Jiúfalœgt tré, er 3 spannir er ummáls af meðalspönn. En þat er meðalspönn, er tvær eru i alin2 *). Handrit þetta er skrifað um 1460, áður enn Hamborgaralinin komst á, og er hjer því átt við forna alin. Nú mun það fara mjög nærri og getur hver reint á sjálfum sjer, að spönn manns, mæld frá þumal- fingurs góm ofan á góm langafingurs, er helmingi stittri enn fram- handleggur (öln) hans frá olboga á langaflngus góm, og mun meðal- spönnn vera hjer um bil 23 Va sentímtr. eða tæpir 9 þumlungar danskir. A ímsum stöðum í fornritum sjest, að mælt hefur verið með spönn * * * *.3) Þessi tvö »nátlúrlegu« mál, ölnin og spönnin, koma þannig vel heim hvort við annað, og virðast bæði saman benda til þess, að alinin hafi upphaflega verið lítið eitt stittri enn 49,143 sentímtr. eða 18,79 danskir þumlungar, sem áður var fundið. Enn þetta er í sjálfu sjer ekki mjög mikið að marka, þegar um þá alin er að ræða, sem tíðkaðist hjer á landi til forna Þessi stutta alin, sem miðuð er við framhandlegs lengd, getur verið miklu eldri enn landnámstíð. Bæði þessi náttúrlegu mál, ölnin og spönnin, eru í rauninni handahófsmál, sem menn gripu til í viðlögum, þegar lögkvarði var ekki til, mis- löng á ímsum mönnum. Vjer sjáum og, að mál þau, sem draga nafn sitt af ölninni (framhandleggnum) hjá ímsum þjóðum, eru mjög ') Jón Sigurðsson telur framhandlegginn rúmlega 18 þumlunga, enn sú lengd mnn vera heldur firir ofan meðaltal. 2) Sbr. hin prentuðu Búalög i Atla, Kh. 1834, 207. hls. Síðasta greinin er hér feld úr, auðvitað af þvi, að það stóð ekki heima við „Hamborgaralin11 * *, og því siður við danska alin, að 2 spannir væri í alin. *) Vatnsd. 31. kap. (Forns. hls. 51 18) segir, að ræman, sem Bergur hinn rakki sneið neðan af klæðum sínum, hafi verið „spannar hreið“. Eyrb. talar um túlguhnif spannar langan fram frá hefti (k. 41,7 i Gerings útg.) Guðmundar saga Arngrims getur um konu, sem þrútnaði um kviðinn, svo að hún var 3 úlna og þverhandar digur; siðan, þegar Guðmundur hiskup hefur læknað hana, „þurfti hún ekki meira um sig en alin og spönn“ (Bisk. I 168. bls.). Einar Gilsson segir i kvæðum sínum um Guðmund frú annarikonu, sem likt stóð ú fyrir, og þurfti um sig „belti útta spanna11 (Bisk. II 174. bls.). A einum stað (Bisk. I 387. bls.) er getið um „hina minni spönn,,, og er sú víst mæld fram ú vísifingurs góm.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.