Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Qupperneq 13
13
lega framhandlegginn firir neðan olboga. Lengd hans á meðaimanni
fram á langafingurs góm mun vera um 47 sentímtr. eða tæplega
18 þumlungar danskir.1 2) Þessi náttúrlega öln er þá rúmum 2
sentímtr. (8/4 þumlungs) stittri enn það gildi hinnar fornu lögálnar,
sem áður var fundið.
í hinum fornu Búalögum, sem standa í lögbók Snjólfs prests
Einarssonar (AM. 157, 40. bls. 85—94), finst þessi grein: Þat er
Tcallat borðlœgt tré, er íslenzTcrar stíku er langt, er um tekr. Þat er
kallat Jiúfalœgt tré, er 3 spannir er ummáls af meðalspönn. En þat
er meðalspönn, er tvær eru i alin2 *). Handrit þetta er skrifað
um 1460, áður enn Hamborgaralinin komst á, og er hjer því
átt við forna alin. Nú mun það fara mjög nærri og getur
hver reint á sjálfum sjer, að spönn manns, mæld frá þumal-
fingurs góm ofan á góm langafingurs, er helmingi stittri enn fram-
handleggur (öln) hans frá olboga á langaflngus góm, og mun meðal-
spönnn vera hjer um bil 23 Va sentímtr. eða tæpir 9 þumlungar
danskir. A ímsum stöðum í fornritum sjest, að mælt hefur verið
með spönn * * * *.3)
Þessi tvö »nátlúrlegu« mál, ölnin og spönnin, koma þannig vel
heim hvort við annað, og virðast bæði saman benda til þess, að
alinin hafi upphaflega verið lítið eitt stittri enn 49,143 sentímtr. eða
18,79 danskir þumlungar, sem áður var fundið. Enn þetta er í sjálfu
sjer ekki mjög mikið að marka, þegar um þá alin er að ræða, sem
tíðkaðist hjer á landi til forna Þessi stutta alin, sem miðuð er við
framhandlegs lengd, getur verið miklu eldri enn landnámstíð. Bæði
þessi náttúrlegu mál, ölnin og spönnin, eru í rauninni handahófsmál,
sem menn gripu til í viðlögum, þegar lögkvarði var ekki til, mis-
löng á ímsum mönnum. Vjer sjáum og, að mál þau, sem draga
nafn sitt af ölninni (framhandleggnum) hjá ímsum þjóðum, eru mjög
') Jón Sigurðsson telur framhandlegginn rúmlega 18 þumlunga, enn sú lengd
mnn vera heldur firir ofan meðaltal.
2) Sbr. hin prentuðu Búalög i Atla, Kh. 1834, 207. hls. Síðasta greinin er
hér feld úr, auðvitað af þvi, að það stóð ekki heima við „Hamborgaralin11 * *, og því
siður við danska alin, að 2 spannir væri í alin.
*) Vatnsd. 31. kap. (Forns. hls. 51 18) segir, að ræman, sem Bergur hinn rakki
sneið neðan af klæðum sínum, hafi verið „spannar hreið“. Eyrb. talar um túlguhnif
spannar langan fram frá hefti (k. 41,7 i Gerings útg.) Guðmundar saga Arngrims
getur um konu, sem þrútnaði um kviðinn, svo að hún var 3 úlna og þverhandar
digur; siðan, þegar Guðmundur hiskup hefur læknað hana, „þurfti hún ekki meira um
sig en alin og spönn“ (Bisk. I 168. bls.). Einar Gilsson segir i kvæðum sínum um
Guðmund frú annarikonu, sem likt stóð ú fyrir, og þurfti um sig „belti útta spanna11
(Bisk. II 174. bls.). A einum stað (Bisk. I 387. bls.) er getið um „hina minni spönn,,,
og er sú víst mæld fram ú vísifingurs góm.