Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 27
27
náttúrlega öln, lengd framhandleggs frá olnboga fram á langafing-
ursgóm, eða hjer um bil 47 sentímtr. (= c. 18 þml. d.).
2. Þá er næst hin forna lögalin, og er hún hjer um bil 1 forn-
um þumlungi lengri enn hin elsta alin, eða, eftir því sem næst verð-
ur komist, 49,148 sentímtr. (= 18,79 d. þml.).
Þessi alin var vanalega, þegar mælt var með henni, bætt upp
með 1 fornum þumlungi, og er sú aukna alin nefnd þumalalin (-öln).
Með því að 1 forn þumlungur var um 2,065 sentímtr. = 0,789 d.
þuml., þá verður þumalalin = c. 51,208 sentímtr. = 19,58 d. þml.
3. Um 1200 var stikumálið leitt í lög. Stikulögin gera þó enga
breiting á hinni fornu lögalin, því að stikan var jöfn tveimur slík-
um álnum = c. 98,286 sentímtr. = c. 37,58 d. þml. Jafnframt var
ákveðið, að mælingar-uppbótin skildi vera 1 þumlungur firir hverja
stiku.
Þetta álna og stikumál stóð, þangað til
4. »Hamborgaralinin« ruddi sjer til rúms á 16. öldinni. Hún
mun í firstu hafa verið jöfn fornri Hamborgaralin (57,279 smtr.), enn
síðar var hún minkuð lítið eitt til að koma henni í betra samræmi
við danskt mál, og gerð = 57,064 smtr. = 219/u d. þl. (10/u úr d.
alin). »Hamborgaralin« var lögalin á íslandi fram að árinu 1776.
Eftir að verslunin komst í hendur Dana í birjun 17. aldar, mun þó
alt af hafa verið höfð hliðsjón af dönsku máli.
5. Dönsk alin var leidd hjer í lög með tilskipun 30. maí 1776
og hefur verið lögalin siðan. Hún er 62,77 sentímtr.
6. Með lögum Nr. 33, 16. nóv. 1907, er hið franska metramál
leitt í lög hjer á landi, enn ekki er það enn komið til fullra fram-
kvæmda.