Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 28
Ýmsar greinar
eftir
Brynjúlf Jónsson.
I. Lundur í Fljótshverfi.
(Framli. frá Arbók 1909, bls. 9).
Austarlega í Fljótshverfi er á sú, er Djúpá heitir. Hún er skrið-
jökuls afrensli og kemur fram á láglendið úr þröngum dal eða gljúfri,
rennur þá fyrst til suðvesturs en síðan í suðaustur beint til sjávar.
Hún er nokkuð vatnsmikil og mjög straumþung. I fyrri daga hafa
tvær kirkjusóknir verið fyrir austan hana í Fljótshverfinu, —
eða Skógahverfinu, sem það hét þá. Var Lómagnúps-sókn ofar og
meir til landnorðurs, en Lundar-sókn neðar og meir til suðvesturs.
Nú eru þar að eins tveir bæir: Núpstaður og Rauðaberg og standa
þeir undir sömu fjallshlíð. Rauðaberg er vestar, nær Djúpá. Þar
er fyrir neðan bæinn víðlend hraunbreiða. Það hraun er eldra
en Islands bygging. Það hefir komið fram úr Djúpár-gljúfrinu og
breiðst yfir ærið svæði, einkum suður, austur og norðausturávið.
Óefað hefir það á landnámstíð verið grasi og skógi vaxið. Hafa
bæir verið settir á jaðra þess að neðanverðu, Lundur, Skógarhraun
og ef til vill fleiri. Lundur hefir staðið langt niður með Djúpá á
háum, einstökum hól í suðvesturhorni hraunsins. Sá hluti hrauns-
ins, sem legið hefir fram að hólnum, hefir verið lágur og flatur.
Það sést af því, að hann er nú allur hulinn árburði úr Djúpá, og
því er hraunhóllinn, sem Lundur stóð á, nú orðinn einangraður og
stendur langt frá aðaihrauninu. Grjótið i hólnum sver sig í ættina
til hraunsins, og af þvi sést, að það hefir náð þangað, eða réttara
sagt, nær þangað undir aurnum. Mest mun það hafa verið í jökul-
hlaupum, að Djúpá hefir borið þann aur fram. Má sjá þess merki,
að jökulhlaup hafa komið í hana á liðnum öldum. Þá hefir hún
farið yfir ýmsa hluta hraunsins, gjört mikla ruðninga og jafnað yfir
stórar spildur í því með sandi og muldu grjóti. Það hefði hún ekki