Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 30
30 bæjar er í suðausturbrún hraunsins nokkuð ofarlega og bak við blásinn hól, sera Rofhóll heitir. Þangað er frá Lundi full bæjarleið í norðaustur. Nú er rústin vaxin nýgræðingi. Þar neðanundir er mýrarspilda, er liggur nokkuð út með hraunbrúninni. Hana hafa jökulhlaup ekki náð að eyðileggja, hvorki úr Djúpá né Núpsvötn- um. Djúpá er svo langt vestar og hefir meiri vatnshalla suðaustur en austur. Fyrir Núpsvötnum er mýrin vernduð af hrauntanga, sem gengur fram fyrir norðaustan hana og bægir þeim frá. Gegnum mýrina vestan til rennur lækur eigi alllítill, er kemur undan suð- vestur brún hraunsins og fellur í Núpsvötn nokkru fyrir utan hraun- tangann. Er sennilegt, að hann haíi á sínum tíma verið landa- merkjalækur milli Lundar og þessa bæjar. Því Lundur, sem er þar beint snðvesturundan, við Djúpá, hefir án efa átt mikið land og eigi síst í þá átt. Ofan að hrauntanganum fylgja Núpsvötn hraunbrúninni. Á því svæði er hætt við, að þau hafi eyðilagt einn eða fleiri bæi, sem þar kunna að hafa staðið við hraunbrúnina, en eigi nógu hátt uppi í hrauninu til þess, að rústir þeirra hyldist ekki — eins og Rofhólsrústin er. — Nöfn hinna eyddu Lundarsóknarbæja eru gleymd, nema tvö, Djúpárbakki og Skógarhraun. Setjum nú svo, að rústin hjá Rofhól sé eftir annanhvorn þessara bæja. Hvor mundi liklegri til þess samkvæmt nafni sínu? Mér sýnist það varla vafamál. Þá er hér var hraunið skógi vaxið, þá var »Skógarhraun« beint sann- nefni. En um bæ á þessum stað væri »Djúpárbakki« rangnefni, — nema því að eins, að Djúpá hel'ði fyrrum runnið svo og svo langt norðaustur með hrauninu. En þá tilgátu voga eg ekki að setja fram. Hún hefir ekki líkur við að styðjast. Djúpá er svo straumþung og hefir svo greiðan veg beint fram, undan hallanum, að þar hlýtur aðalfarvegur hennar ávalt að hafa verið, eins og enn er, þó jökul- hlaupin færi miklu víðar út. En þrátt fyrir þetta kalla sumir Rof- hólsrústina Djúpárbakka og mýrina Djúpárbakkamýri. Þeir vita það, að Djúpárbakka er getið í Njálu og ætla, að hann hafi hlotið að vera hér, þar eð önnur Djúpá er ekki á Suðurlandi. Þeir vita það, að sira Jón Steingrímsson segir, að merki sjáist til Lundarj og Djúpárbakka (Safn til sögu ísl. V., 56). Þeir vita, að síra Jón Sig- urðsson segir (í sóknarlýsingu frá 1859) að Djúpárbakkarúst sé »framanundir Rauðabergshrauni« og Lundur »suður frá Djúpárbakka«, sem raunar er ónákvæmt, en ekki ónákvæmara en svo margt annað. Og þeir vita, að Lundarrúst og Rofhólsrústin eru einu rústirnar, sem sjást, og þykir því sem ekki geti verið um að villast. Fleira þyrfti nú samt að vita, t. a. m. hvort rústin hjá Rofhól hefir sést á dögum Jóns Steingrímssonar? Það sýnist ekki vera fyrir löngu að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.