Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 31
31
blásið hefir ofan af henni; — Tivort ekki sáust þá merki til rústar
upp með Djúpá fyrir ofan Lund, þó síðan hafi horfið? Og þó ekki
sé annað, Iwort þeir nafnar hafi komið á staðinn og fengið rétta
hugmynd um afstöðu, vegalengdir o. fl. þar niðurfrá? Líka þyrfti
að vita, hvort ekki muni eitthvað tilhæft í þeim munnmælum, að
Djúpárbakki, sem Njála nefnir, sé einmitt sami bær, sem nú heitir
Maríubakki? Auðvitað er, að í lieiðni hefir hann ekki verið kendur
við Maríu. Þá fyrst, er kaþólsk trú hafði fest rætur, gat það nafn
fest sig við hann. En þá er heldur alls ekki ólíklegt, að nafninu
hafi verið breytt, í því skyni meðal annars, að María mey mundi
þá verja bakhann sinn fyrir hlaupum Djúpár. Hann hlaut að vera
í hættu fyrir þeim ella, því hann stendur á bakka hennar — ofan
til móts við Lund vestanmegin. Og Maríubakki stendur enn. Það
var nú fyrir kristni, að Grímur fekk Astríðar, — svo ekki kemur
það i bága við munnmælin. En það vekur athygli, að Ástriðar er
aldrei getið á Bergþórshvoli. Það er helzt að sjá, að hún hafi setið
í búi sínu þó Grímur væri með Njáli. En þá er það óneitanlega
dálítið óviðfeldið, að hugsa sér konuna austur í Fljótshverfi en bónd-
ann vestur í Landeyjum að staðaldri. Eg hefi oft hugsað um þetta
og ekki komist að viðunanlegri niðurstöðu, fyr en nú, er eg í vetur heyrði
þau munnmæli, sem einkum eiga heima í Þykkvabæ í Rangárvalla-
sýslu, en voru þó að mestu leyti ný fyrir mig. Eg verð að skjóta
þeim hér inn, þó þau komi ekki Lundi við. Þau eru á þá leið:
Fyrrum rann alt vatnið úr Rangám báðum og Þverá sameiginlega
til sjávar fyrir austan Þykkvabæinn; myndaði þar á, ærið vatns-
mikla og hyldjúpa. Hét hún í fyrstunni Djúpá. Og nœsti bœrinn
við hana vestanmegin hét Djúpárbahki. Hann var mesta stórbýli.
Og þar bjó Astríður kona Gríms Njálssonar. Þegar fram á aldir
kom, var jörðu þessari skift í 3 jarðir, er voru kallaðar Efsti-, Mið-
og Syðsti-Bakki. Og enn þóttu það góðar jarðir. En jafnframt þvi
sem Djúpár-ivalninu var slept úr nöfnum bæjanna, var lika smám-
saman hætt að hafa það um ána: menn fóru að kenna hana við
næsta bæinn fyrir austan hana. Hún var kölluð Hólá eða Hólsá.—
Það er nú ekki einsdæmi með þessa á. Margar ár hér á landi, sem
nú eru kendar við næsta bæinn, hafa átt annað nafn áður. — En
það var nú sök sér, þó áin breytti nafni. Verra var hitt, að hún
breyttist sjálf. Því olli hinn mikli sandur, sem Kötluhlaupin sendu
út í sjóinn og hann bar vestur með landi og hlóð honum að strönd-
inni. Sandurinn barst inn í Djúpá-Hólá. Hún gryntist og flóði yfir
bakka sína. Og jarðirnar spiltust bæði af vatnagangi og sandfoki —
því þá er vatníð fjaraði í millum varð aurinn, sem það hafði borið