Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 35
35 Það er kunnugt, að á liðnum öldum var Landnáma lengst af næsta fágæt. Það var eðlilegt, að ýmsar sagnir, sem frá henni stöf- uðu í fyrstu, afiöguðust í munnmælunum á svo löngum tíma. Fyrst eftir 1830 tók hún smámsaman að breiðast út meðal alþýðu — að eins smámsaman. En þá er líka óefað, að menn hafa leiðrétt eftir henni margar aflagaðar sagnir. Það virðist ekki hafa verið fyr en eftir daga síra Jónasar, að nákunnugir menn hafa lesið í henni um Grímsgil og Reiðarfell og þá þózt sjá, að nöfnin hefðu víxlast í munnmælunum eftir því sem af henni mátti ráða. Landnáma segir (I. 21) »Grímr hét maðr, er nam land hit syðra upp frá Giljum til Grímsgils, ok bjó við Grímsgil«. Nú hafa menn séð, að ef bærinn Grímsgil hefði verið sá, sem austan í hlíðinni stóð, þá hefði þar líka hlotið að vera gil, sem bæði gat verið norðurtak- mark landnámsins og líka að bærinn hefði staðið við það og haft nafn af því. En slíkt gil er þar ekki, — nema það skyldi þá vera Selgilið, og landnám Gríms ná yfir Húsafellsland. En bærinn, sem um er að ræða, stóð langan veg frá því gili og gat alls ekki haft nafn af því. Það hafa menn líka séð af Landn., að synir Gríms bjuggu ekki við Grímsgil eftir föður sinn. (Þar sem þetta er tekið fram í Arb. 1893, bls. 79 1. 24, er orðið ekTci, því miður, fallið burt). Og bæði af því og af útliti rústarinnar á fjallinu hafa menn ráðið, að þar muni Grímsgil hafa verið og lagst snemma í eyði. Rústin sýnist óhögguð landnámstíðarrúst, heflr mjög einfalda gerð: tvö herbergi, hvort af enda annars, ekkert hús að baki og engin útihús; en tún- garðsspottar ganga út frá báðum endum. Enn hafa menn séð, að Svarthöfði, son Bjarnar gullbera, bjó að Reiðarfelli og var tengdason Tungu-Odds, heflr því verið mikils- háttar maður og ólíklegur til að sætta sig við að búa uppi á fjalli, þar sem miður var byggilegt en annarsstaðar þar í sveit. Það var auðsjáanlegt, að í slíku vetrarríki, sem þar hefir verið, gat bygð ekki haldist nema meðan skógurinn entist. Mundi stórættaður mað- ur úr annari góðri sveit álíta eftirsóknarvert að ráðast þangað? Á þessa leið hygg eg menn hafi dregið ályktanir af því, að bera Landnámu saman við likurnar. Og svo var fleira við að styðjast. Samkyæmt Grettissögu, k. 17, bjó Hafliði að Reiðarfelli og virðist hafa verið góður bóndi. Hann hefir búið þar um og eftir aldamótin 1000. Tóftin á fjallinu lítur ekki út fyrir að vera frá svo seinum tíma. En austani fjallinu, þar sem nú er kallað Reiðarfell, hefir bygð haldist lengi og verið stórbýli. Bæjartóftin sést raunar ekki: hún hefir verið tekin upp í stekk. Sér 5*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.