Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 36
36
neðri brún hennar fyrir neðan stekkjartóftina. Þar er grænn blettur,
Litlu neðar og austar er kringlótt girðing, nál. 18 fðm. í þvermál,
norðvestur hluti hennar hefir verið tekinn upp í dálítinn stekk, sem
þar er neðantil við. Þar er líka grænn blettur. Annars er hér al-
staðar móagróður. — I miðju hinnar kringlóttu girðingar er dálítil
tóft, er snýr dyrum vestur. Þetta hafa menn álitið kirkju og kirkju-
garð. — Og hvað gæti það verið annað en kirkja eða bænahús? —
En það er þá frá 11. öld og eldra en Húsafellskirkja. Heimreiðar-
götur eru margar upp að kirkjunni og bænum. Túnstæðið er á 3
bölum, nokkuð breiðum, er liggja ofan hlíðarbrekkuna og lækjardrög
á milli. A efri enda hvers bala eru fleiri eða færri forntóftir, flest
án efa peningshús. Heíir verið svo til ætlað, að frá þeim bærist
áburður ofaneftir túnbölunum. Eigi þekkist nú smiðjutóftin frá öðr-
um tóftum. Eru 3 tóftir, sundurlausar, á efri enda þess balans, sem
steðjasteinninn heflr oltið ofan af. Fyrir neðan túnið er alfaravegur,
ágætur til reiðar. Bærinn heflr þó ekki verið kendur við manna-
reið, eins og t. d.. Reiðskarð? En það kemur ekki þessu máli við.
An efa mun það rétt tilgetið hjá M. Þ., að »annat land« er
Brandur prestur gaf Húsafellskirkju, hafi verið Grímsgilsland Það
er sama þó Grímsgilsland hafl verið uppi á fjallinu. Það er einnig
í Húsafellslandi.
Húsafell mun síðast bygt þessara þriggja bæja. í fyrstu hafa
þar verið sett beitarhús frá Reiðarfelli (sem nú er kallað), fellíð svo
verið kent við húsin, en bærinn aftur nefndur eftir fellinu. Með
tímanum hefir þar orðið aðalbólið.
Þá hefi eg nú skýrt frá hvernig þetta mál horflr við. Mun eigi
verða sagt, að breytingin á munnmælunum hafi verið gripin úr lausu
lofti. En eigi vil eg að svo komnu fullyrða neitt frekara um þetta.
VI. Grettistak á Reiðarfellsbrún fallið.
í Árbókinni 1893 bls. 78 er getið um Grettistak á fjallsbrúninni
milli eyðibýlanna Reiðarfells og Grímsgils Það er stór steinn á 3
stuðlabergsfótum. Nú nýlega hefir melurinn runnið undan einum
fætinum, svo hann hefir fallið flatur og steinninn steypst niður. Hann
er því ekki hið sama, einkennilega, Grettistak, sem hann var áður.
VII. Skáldskelmisdalur = Skáklsgelmisdalur —?
Þar sem Landnáma nefnir Tungufell, II. 1. þá hélt eg fyrst, eins
og Kaalund, að það væri heimatungu-fellið í Kalmanstungu. En þar