Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 44
44 Á þrem stöðum eru ofurlitlir krossar höggnir í bergið. Þeir eru yngri, það sést á því, að í þeim er sárið ekki upplitað: það er dekkra en hellirinn er innan. — Satt er það líka, að í hellinum sést á einum stað votta fyrir ókennilegu letri. En auðséð er hvernig á því er háttur. Þar hefir einhver ætlað að grafa fangamark. En verkfærið, sem hann hafði, — á að gizka vasahnífurinn hans, — hefir ekki verið nógu hart til að vinna á hellisberginu. Því eru stafirnir svo óglöggir, að þeir þekkjast ekki. Þó hellirinn sé þannig á sig kominn, þá þykir mér þó betra að hafa skoðað hann, því að: »betra er að vita rétt en hyggja rangt«. Meðfram hafði eg líka annað erindi inn á Þórsmök í þetta sinn. Mér var sagt að Jón gamli söðli vissi af bæjarrúst þar, á öðrum stað en eg hafði komið. Og þá er til hans kom, kannaðist hann við það og vísaði nákvæmlega á, hvar rústin væri, nfl. við Markarfljót við Þröngarminnið að neðanverðu. Þar heita Hamraskógar. Eigi sagð- ist hann raunar hafa komið að rústinni sjálfur, en hafa nákvæma sögn annara fyrir sér. Veiktrúa var eg á þetta, enda hafði eg séð þenna stað tilsýndar áður og sýnst þar vera þvernýpt berg ofan að vatni. Samt fór eg þangað til þess að taka af allan efa. Og mér hafði sýnst rétt: Eljótið liggur þar fast undir berginu, og eru þar engar líkur til bæjarstæðis neinstaðar í nánd. Þó undírlendi hafi óefað verið vestanfram með Þórsmörk í fornöld, þá hefir það naum- ast náð svo langt inneftir, að á þessum stað hafi bær staðið á því. Þar innfrá er Eljóts-farvegurinn takmarkaður af hömrum báðum megin og eigi svo breiður, að líkur geti heitið til að undir- lendið hafi náð þangað. Lítur helzt út fyrir, að það hafi ekki náð öllu lengra enn skamt innfyrir Húsadalsmynnið. En þaðan mun það hafa náð suður að Jöldusteini og verið sem fram- hald af Langanesi inneftir. Þessi ferð mín gefur því ekki tilefni til neinna breytinga á því, sem eg hafði áður skrifað um Mörkina. XV. Athugasemd um Holtsvað. Svo segir í Orms þætti Stórólfssonar, 3 kap.: »Dúfþakr er maðr nefndr, hann bjó á þeim bæ, er heitir í Holti, og er síðan kallat í Dúfþak8holti«. Þenna stað vill Skúli bóndi Guðmundsson á Keldum skilja svo, að því er hann hefir sagt mér, að bærinn hafi ekki verið kendur við Dúfþak fyr enn löngu síðar, — svo löngu, að á þeim tíma sem Njála var rituð hafi hann vanalega aðeins verið kallaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.