Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 45
45 Hólt. Þá hyggur hann að vaðið á Þverá hjá Dúfþaksholti, sem nú er kallað Síkisvað, hafi verið kent við bæinn og kallað Holtsvað, og að það sé »Holtsvað« það, er Njála nefnir. Þá verði óþarfi að aðgreina »Holtsvað« og »Holtavað«. Hjá þessu vaði hafi Flosi vel getað beðið Sigfússona og sent Ingjaldi á Keldum orð að finna sig þar. Þaðan mundi Ingjaldur svo heiin ríða fyrst og síðan til þings. Og þar mundi hinn hentugasti samkomustaður til að skifta liði, þá er brennumanna skyldi leita. Hið eina, sem mælir á móti þessu er það, að það er ærið ólík- legt og ólíkt venjunni, að bærinn hafi ekki verið kendur við Dúf- þak fyr en mörgum öldum eftir hans dag, þó hann væri svo gott sem landnámsmaður þar. Landnáma nefnir líka »Dúfþaksholt«. Samt gæti nú verið, að enda þó bærinn liafi strax fengið sitt fulla nafn, þá hafi vaðið verið kent við hann með þeim hætti, að stytta nafnið: nefna Holtsvað í staðinn fyrir Dúfþaksholtsvað, það er að segja, ef vaðið hefir nokkurntíma verið kent við bæinn. Það er eins með þetta, eins og hverja aðra getgátu, sem aldrei er unt að fá vissu um. Maður getur í hæsta lagi sagt: Það er mögulegt. Þessi möguleiki: að Síkisvað sé sama sem Holtsvað, útilokar ekki þann möguleik, að Eyjarvaðið á Þjórsá hafi fyrst fram eftir öldum verið kallað Holtavað, og einn af Njálu afriturum, sem þekti það, hafi vilst á því. Eg minnist ekki að hafa fullyrt neitt í þessu máli áður, og gjöri það ekki enn Og eg álít tilgátu Skúla þess verða, að komast í Árbók Fornl.fél. En ekki sé eg ástæðu til að falla frá því, sem eg hefi áður ritað um þetta efni. Hver kunnugur maður getur aðhylst þá skoðun, sem honum þykir líklegust. ^ Niðurlagsorð rannsókna minna. Það er ósk raín, að Árbók Fornleifafélagsins beri það með sér, að um leið og eg hætti nú rannsóknarferðum fyrir félagið votta eg því, sérílagi stjórn þess og formanni þess, mínar beztu þakkir fyrir framkomu sína gagnvart mér. Og jafnframt bið eg félagið og þjóð mina yfir höfuð velvirðing- ar á aðgjörðum mínum í því efni. Mér er það ljóst að verk mín standa til bóta. Það gjöra öll mannaverk, og eftir atvikum ekki sízt mín. Eg hefi nú »farið það, sem eg hefi komist um landið. Eg treysti mér ekki að fara víðar, þótt félagið héldi rannsóknarferðum áfram, sem það mun ekki gjöra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.