Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Qupperneq 45
45
Hólt. Þá hyggur hann að vaðið á Þverá hjá Dúfþaksholti, sem nú
er kallað Síkisvað, hafi verið kent við bæinn og kallað Holtsvað,
og að það sé »Holtsvað« það, er Njála nefnir. Þá verði óþarfi að
aðgreina »Holtsvað« og »Holtavað«. Hjá þessu vaði hafi Flosi vel
getað beðið Sigfússona og sent Ingjaldi á Keldum orð að finna sig
þar. Þaðan mundi Ingjaldur svo heiin ríða fyrst og síðan til þings.
Og þar mundi hinn hentugasti samkomustaður til að skifta liði, þá
er brennumanna skyldi leita.
Hið eina, sem mælir á móti þessu er það, að það er ærið ólík-
legt og ólíkt venjunni, að bærinn hafi ekki verið kendur við Dúf-
þak fyr en mörgum öldum eftir hans dag, þó hann væri svo gott
sem landnámsmaður þar. Landnáma nefnir líka »Dúfþaksholt«.
Samt gæti nú verið, að enda þó bærinn liafi strax fengið sitt fulla
nafn, þá hafi vaðið verið kent við hann með þeim hætti, að stytta
nafnið: nefna Holtsvað í staðinn fyrir Dúfþaksholtsvað, það er að segja,
ef vaðið hefir nokkurntíma verið kent við bæinn. Það er eins með
þetta, eins og hverja aðra getgátu, sem aldrei er unt að fá vissu um.
Maður getur í hæsta lagi sagt: Það er mögulegt.
Þessi möguleiki: að Síkisvað sé sama sem Holtsvað, útilokar
ekki þann möguleik, að Eyjarvaðið á Þjórsá hafi fyrst fram eftir
öldum verið kallað Holtavað, og einn af Njálu afriturum, sem þekti
það, hafi vilst á því.
Eg minnist ekki að hafa fullyrt neitt í þessu máli áður, og gjöri
það ekki enn Og eg álít tilgátu Skúla þess verða, að komast í
Árbók Fornl.fél. En ekki sé eg ástæðu til að falla frá því, sem eg
hefi áður ritað um þetta efni.
Hver kunnugur maður getur aðhylst þá skoðun, sem honum
þykir líklegust.
^ Niðurlagsorð rannsókna minna.
Það er ósk raín, að Árbók Fornleifafélagsins beri það með sér,
að um leið og eg hætti nú rannsóknarferðum fyrir félagið votta eg
því, sérílagi stjórn þess og formanni þess, mínar beztu þakkir fyrir
framkomu sína gagnvart mér.
Og jafnframt bið eg félagið og þjóð mina yfir höfuð velvirðing-
ar á aðgjörðum mínum í því efni. Mér er það ljóst að verk mín standa
til bóta. Það gjöra öll mannaverk, og eftir atvikum ekki sízt mín.
Eg hefi nú »farið það, sem eg hefi komist um landið. Eg treysti
mér ekki að fara víðar, þótt félagið héldi rannsóknarferðum áfram,
sem það mun ekki gjöra.