Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 47
Þessu skörungsbragði hennar var það að þakka að eg fór ekki
þess á mis, að sjá þenna merkilega sögustað. En það hefði mér þótt
hinn mesti skaði.
Því rústin við Ingimundarhól er að því leyti flestum fornmenj-
um merkilegri, að hún er með óhögguðum frágangi hins merka land-
námsmanns, og hérumbil frá víssu ári.
En hér er ekki heldur tilgangur minn að fara að ræða um
fornmenjar. En eg vildi gjarnan mega ljúka máli mínu með því,
að hvetja sem flesta til að kynna sér Arbækur Fornleifafélagsins.
Munu það margir mæla, að þar sé um margt að fræðast.
Ætti eg það enn eftir að geta orðið fornfræðinni og Fornleifa-
félaginu að einhverju liði, þá mundi það gleðja mig einlæglega.
En eg er nú bráðum úr sögunni, og verður von mín í þvi efni að
snúa sér til þeirra, sem eftir mig koma.
Það er ósk mín heit og einlæg, að þjóð mín eigi því stöðuga
láni að fagna, að sérhver síðari sonur hennar verði fremri þeim, er
fyrir hann var, hvort heldur i fornum fróðleik eða hverju öðru, sem
gott er og gagnlegt.