Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 53
53
sonar. Lítið mun Þorvarðar getið nema í ættartölum, og. ekki er þess
getið, hvenær hann hafi andast; að líkindum skömmu eftir aldamótin
— hafi hann lifað þau.
Legsteinar þessir munu því vera frá byrjun 17. aldar og eru
fáir íslenzkir legsteinar með latínuletri eldri hér á landi svo kunn-
ugt sé.
Nr. 3. Arnór Jónsson (?).
Steinn þessi er úr grágrýti eins og hinir. Hann er nú ekki
lengur heill og vantar af báðum endum. Lengd hans er nú 87 sm.,
br. 35 og þykt 8 sm. Steinninn er sléttur að ofan. Letrið er mjög
stórt latínuletur, upphafsstafir, upphækkað; stafhæð 8 sm. Upp-
hleypt strik er og utanmeð. Orðin eru greind sundur með tveim
stuttum strikum ( I ), en sumstaðar þar sem fer saman endir orðs
og línu er þessum aðgreiningarmerkjum slept: á eftir 3., 4. og 5. 1.,
9. og 10. 1. Stafirnir eru allir með venjulegri gerð, en sumir eru
orðnir mjög óskýrir, helzt fyrsti stafur í 2. og 3. 1., næstsíðasti í 4.
1., 2 hinir fremstu í 5. 1., föðurnafninu, svo að ekki er það alveg
víst hvað verið hafi. — Næstsíðasti stafur í 4. 1. virðist hafa verið
mjög lítill.
GUDHR
£ DDE 1
MANN
ARN°R
ions ; s : i
gude : s
INA I HIE
r : vist :
ENDADE
25; ap : A
64 : a ; s ; a
Grafskrift þessi hefir sennilega byrjað eins og venjulegt var:
Bjer (under) hvíler sá, og hefir það verið í 3 eða 4 1 að líkindum.
Fremst í 2. 1. hefir vafalaust staðið Æ og fremst í 3. 1. M, en fremst
í 5. 1. virðist helzt hafa staðið 10. Nafn mannsins í 4. 1. virðist
áreiðanlega vera ARNOR. Síðara s-ið í 5. 1. er auðvitað skamm-
stöfun fyrir SON; AP í 10. 1. fyrir APRILIS; A ; S i A í 11. 1. fyrir
ARE i SINS i ALLDURS (a: áre síns alldurs). Samsetta orðið ,hjervistl
er í 7. og 8. 1. slitið sundur með aðgreiningarmerkjunum eins og