Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 63
63
myndin í miðhluta töflunnar sýnir krossfestingu Krists með yenju-
legum persónum, en á bak við (fyrir ofan) eru 3 sérstakir mynda-
flokkar, er eigi virðast koma krossfestingunni við. S. V. ætlar að
annar sýni líflát á Ctolgatha: hann mun þó sýna eitt af hriðjuverk-
um annars ræningjans. Hinn flokkurinn, ríðandi menn, merkir má-
ske konungana helgu eða vitringana frá Austurlöndum á leið til
Bethlehem. — Hinar einstöku kvenmyndir 4 til heggja handa við
miðhlutann eru eins og ráða má þegar af lýsingu S. V., Dorothea
helga frá Kappadokíu, Barbara helga, Katrín helga frá Alexandríu
og Margrét helga frá Antiochíu, — en þær merkja enganveginn »hina
stríðandi kirkju«, né »hamingjuna« né »vísdómsgyðjuna«. I væng-
junum eru myndir postulanna, og hefir hver þeirra verið þekkjanleg-
ur af sýnitákni sínu, en mörg eru þau nú glötuð. — Að öðru leyti
heflr taflan skemst furðanlega lítið. — I hólfunum, sem eru efst á
vængjunum, eru tvær dýrlingamyndir í hvoru: Sebastianus h. og
Augustinus (? sýnitáknið vantar), CJeorg (Jörundur) h. og Antoníus
helgi frá Þebu. A vænginn að utanverðu eru málaðar myndir, þó
ekki gerðar af sérlegri list. A vinstra vængnum virðist vera Jesús
og María Magdalena, en á hinum er mynd af Sebastíanusi helga,
sýnir pinu hans og líflát. — S. V. hefir virst það vera konumynd,
en svo er eigi. Litlu myndirnar fyrir ofan þessar tvær eru aftur á
móti af helgum meyjum: Barbara h. (turn), Agata h. (töng), Margrét
h. (bók og ritfjöður) og ein enn (með kvarnarstein í hægri hendi og
poka í vinstri). — Það er engum efa undirorpið að altaristafla þessi,
sem nú er veglegust altarisbrík á landi hér, er sú hin sama er Jón
byskup Arason gaf Hólakirkju. Hennar er þannig getið fyrst í
Sigurðarregistri: »Ein forgylt brík á miðju gólfi með altari og
öllum sínum búningi«. Síðan er hennar getið í öllum úttektum
kirkjunnar. Samkvæmt orðum síra Sigurðar hefir hún í fyrstu
ekki verið háaltaris brík heldur á sérstöku (alþýðu-) altari á
miðju gólfl. Mun þessu hafa verið breytt við siðaskiftin eða við
næstu kirkjubyggingu — síðast á 16. öldinni. — Olfur Tómasson getur
hennar með 1 er. í kvæði sínu um Jón byskup, sem og gullkaleiks-
ins, er Danir ræntu að Jóni byskup afteknum, og kantarakápunnar1)
góðu, sem nú er á Fgrs. (byskuspkápunnar) — Altarisbrikin er efa-
laust frá byrjun 16. áldar, líklega er hún frá Niðurlöndunum; máske
Antwerpen, þar sem mest var gert af slíkum bríkum um þetta leyti.
S. V. lýsir nr. 9, krossmarkinu minna og segir, að undir kross-
inum standi Jóhannes og María, en þó ætlar hann að verið geti að
þær myndir séu af öðrum og stafir þeir er undir myndunum
b Svo nefnir síra Sigurður hana: „Kantarakápa með flugil11, er eitt af því er
faðir hans hafði gefið kirkjunni.