Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 63
63 myndin í miðhluta töflunnar sýnir krossfestingu Krists með yenju- legum persónum, en á bak við (fyrir ofan) eru 3 sérstakir mynda- flokkar, er eigi virðast koma krossfestingunni við. S. V. ætlar að annar sýni líflát á Ctolgatha: hann mun þó sýna eitt af hriðjuverk- um annars ræningjans. Hinn flokkurinn, ríðandi menn, merkir má- ske konungana helgu eða vitringana frá Austurlöndum á leið til Bethlehem. — Hinar einstöku kvenmyndir 4 til heggja handa við miðhlutann eru eins og ráða má þegar af lýsingu S. V., Dorothea helga frá Kappadokíu, Barbara helga, Katrín helga frá Alexandríu og Margrét helga frá Antiochíu, — en þær merkja enganveginn »hina stríðandi kirkju«, né »hamingjuna« né »vísdómsgyðjuna«. I væng- junum eru myndir postulanna, og hefir hver þeirra verið þekkjanleg- ur af sýnitákni sínu, en mörg eru þau nú glötuð. — Að öðru leyti heflr taflan skemst furðanlega lítið. — I hólfunum, sem eru efst á vængjunum, eru tvær dýrlingamyndir í hvoru: Sebastianus h. og Augustinus (? sýnitáknið vantar), CJeorg (Jörundur) h. og Antoníus helgi frá Þebu. A vænginn að utanverðu eru málaðar myndir, þó ekki gerðar af sérlegri list. A vinstra vængnum virðist vera Jesús og María Magdalena, en á hinum er mynd af Sebastíanusi helga, sýnir pinu hans og líflát. — S. V. hefir virst það vera konumynd, en svo er eigi. Litlu myndirnar fyrir ofan þessar tvær eru aftur á móti af helgum meyjum: Barbara h. (turn), Agata h. (töng), Margrét h. (bók og ritfjöður) og ein enn (með kvarnarstein í hægri hendi og poka í vinstri). — Það er engum efa undirorpið að altaristafla þessi, sem nú er veglegust altarisbrík á landi hér, er sú hin sama er Jón byskup Arason gaf Hólakirkju. Hennar er þannig getið fyrst í Sigurðarregistri: »Ein forgylt brík á miðju gólfi með altari og öllum sínum búningi«. Síðan er hennar getið í öllum úttektum kirkjunnar. Samkvæmt orðum síra Sigurðar hefir hún í fyrstu ekki verið háaltaris brík heldur á sérstöku (alþýðu-) altari á miðju gólfl. Mun þessu hafa verið breytt við siðaskiftin eða við næstu kirkjubyggingu — síðast á 16. öldinni. — Olfur Tómasson getur hennar með 1 er. í kvæði sínu um Jón byskup, sem og gullkaleiks- ins, er Danir ræntu að Jóni byskup afteknum, og kantarakápunnar1) góðu, sem nú er á Fgrs. (byskuspkápunnar) — Altarisbrikin er efa- laust frá byrjun 16. áldar, líklega er hún frá Niðurlöndunum; máske Antwerpen, þar sem mest var gert af slíkum bríkum um þetta leyti. S. V. lýsir nr. 9, krossmarkinu minna og segir, að undir kross- inum standi Jóhannes og María, en þó ætlar hann að verið geti að þær myndir séu af öðrum og stafir þeir er undir myndunum b Svo nefnir síra Sigurður hana: „Kantarakápa með flugil11, er eitt af því er faðir hans hafði gefið kirkjunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.