Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Qupperneq 64
64
standa: H E T H S og og IGD1) tákna nöfn þeirra. Svo er og. Kross-
markið, þ. e. Kristslikaminn sjálfur, mun vera gamalt, en myndirnar,
sem settar hafa verið á þvertré undir, sín hvoru megin, eru miklu
yngri. Þær eru bersýnilega af presti eða biskupi og frú hans og
stafirnir neðan undir benda einmitt ótvírætt á hverja myndirnar
eiga að tákna. H. E. TH. S. er = Herra Einar Thorsteinsson og
I. Gr. D. er = Ingibjörg Gísladóttir. Þetta er því eins konar minn-
ingarmark yfir Einar biskup og fyrri konu hans; hún dó 1695 og hann
árið eftir. Myndirnar af þeim þvi frá því um 1700.
Skírnarfonturinn stendur nú (síðan 1886) á miðju kórgólfi og
ætti að flytjast. Það er engum efa bundið að hann er eftir Guðmund
smið Guðmundsson í Bjarnastaðahlíð; en þótt hann sé að þvi leyti
íslenzkur, og líklega gerður úr íslenzkum steini, — um það eru
ýmsar sagnir hvaðan sá steinn sé —, þá er stíllinn allur á verkinu
útlendur barok-stíll (ekki »rokokko«-stíll). Guðmundur lærði smíði
erlendis. Eftir hann ætla eg sé ef til vill margt fleira hér á landi, t. d.
hygg eg að eftir hann sé legsteinninn, sá er Gísli byskup Þorláksson
setti yfir fyrstu konu sína, Gróu Þorleifsdóttur, og sjálfan sig. Hann
er úr svipuðum steini og skírnarskálin, og stíllinn í skrautmyndunum
á steininum svipaður. — Utskorin aitaristafia úr eik, sem nú er í
Vídalín8safninu (á Fgrs.) bendir að mörgu leyti á Guðmund sem
höfund sinn. — S. V. hefir misskilið mynd þá er hann segir tákna
fæðinguna; sú mynd táknar einkar bersýnilega umskurnina. — Letrið
er prentað að ýmsu leyti rangt í Árb. '88—92, bls. 98, — t. d. Sogu
fyrir f'sogn (þ. e. fyrirsögn).
Auk þessara gripa, er nú voru taldir og S. V. lýsir, á Hólakirkja
ýmsa allgóða gripi, svo sem kaleik og patínu, gylt, virðast að mörgu
leyti forn, lagið er rómanskt, en annað ásigkomulag bendir til að
þau sé ekki gömul; patínudósir góðar úr silfri, stimplaðar með ráð-
stofust, Khafnar 1726. Ljósastjakar 4, úr kopar, gamlir, eru á alt-
arinu; einn þeirra er stærstur, h. 65 sm., armar 3, lengd út að ljósi
25 sm., þverm. stéttar 25 sm. Á stéttina er það letrað á latínu að
herra Gísli biskup Þorláksson hafi gefið stjakann Hólakirkju að gjöf
árið 1679.
I kórnum hangir nú að sunnanverðu myndaspjald úr tré með
útskornum og máluðum myndum af Kristjáni 6. og drottningu hans;
andspænis því hangir minningarspjald frú Ingibjargar Benediktsdóttur,
með mikilli grafskrift eftir mág hennar, Þórð biskup Þorláksson í
Skálholti.
‘) þannig; IGT í Árb. ’88—92, er víst prentvilla.