Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 67
67 junnar og láta toppinn vera hærri og rismeiri. Svipfegurri myndi Hólakirkja verða að miklum mun við slíka breytingu. Helga-haugur nefnist hóll einn á Haganess-mýrum suðvestan við Miklavatn í Fljótum, í beinni stefnu milli Barðs og Hrauna. Fylgir honum sú sögn að í honum hafi heygður verið landnámsmað- urinn Navar-Helgi (sbr. Landnb.). Hóll þessi er grjóthóll með gras- sverði á og lyngi. Hann er einstakur í sléttri mýri. Ummál hans er 104 faðmar; brekkan að sunnan t. d. 15 faðmar frá jafnsléttu og upp í laut þá, sem er í kollinum. Sú laut virðist vera upprunaleg, en þó dýpkuð með igrefti. — Munu menn hafa ætlað að grafa í haug þennan og rannsaka hann en horfið frá. Annar ígröftur hefir verið gerður suðaustan í hólinn. — Hóll þesssi virðist án efa náttúr- unnar verk, en ekki er óhugsandi að Navar-Helgi eða einhver ann- ar haíi verið heygður í honum, þótt engin mannaverk á hólnum bendi raunar til þess. Þess eru víða dæmi í Noregi, að menn voru á landnámsöldinni og yfirleitt á síðustu öldum heiðninnar heygðir í hóla, sem þá oft og einatt voru lagaðir svo, að þeir litu út eins og stórir haugar, er að öllu leyti væru tilbúnir af manna höndum1). Hóll þessi er ekki meiri en haugar frá sama tímabili í Noregi og gæti því vel stærðarinnar vegna verið orpinn af mannahöndum yfir einhvern mann, en það er einkum efnið í honum, er bendir til að hér sé um að ræða náttúrunnar verk frá ísöldinni og ekki forfeðra vorra á landnámsöldinni Annars munu litlar líkur til að menn hafi orpið hér mjög stóra hauga, þegar litið er til stærðar Hjaltahaugs að Hofi í Hjaltadal, sem ætla má að verið hafi meðal stærstu hauga hér á landi; hans var getið nánar hér á undan. Haugar nokkurra annara heiðinna höfðingja eru og kunnir, og getur enginn kallast stór í samanburði við stóra hauga í Noregi frá sama tímabili. (Ath. 14. VII). Á Miklabæ í Blönduhlíð var mér 19. VII. af síra Birni Jónssyni skýrt frá því, að þegar vegur sá er þar er fyrir norðan og ofan bæinn var gerður fyrir fáum árum, hafi möl verið grafin úr holti nokkuru, er nefnist Torfholt og er fyrir vestan veginn; kvað hann vegagerðarmenn þá hafa komið niður á mannabein og hests. Afhenti síra Björn mér leifar af tveim hófhringjum úr járni, tvo járn- nagla og nokkra litla járnbúta aðra ókennilega af ryði; ennfremur járnhringju ferskeytta, með miðbandi og þorni á, heldur granna, lítt ‘) Crabriel öustafson, Norges Oldtid, bls, 138. 9*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.