Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Blaðsíða 69
69 komnar allar úr einum stað, líklega úr dysinni í malargróflnni, eftir því sem síra Björn skýrði mér frá. Þær munu ekki vera komnar úr dys þeirri, er eg rannsakaði. Verið getur og að dysjar hafl verið víðar á holtinu en í þessum tveim (eða þrem) stöðum, og líkur þykja mér til, að dys sé í litla hólnum, sem syðst cr á holtinu. Um 100 fetum fyrir austan holt þetta er dálítill hóll, milli þess og vegarins, 16 fet frá honum. Enginn vissi nafn á hól þessum, en munnmæli nokkur kváðu menn verið hafa um það, að brenna myndi kirkjan, ef í hann væri grafið. Mun sú sögn fyrrum hafa verið sett í samband við tilraun til að grafa í hólinn, sem gerð virðist hafa verið einhvern tíma, því að um 2 feta djúp gróf eða laut er nú í koll hans. Umhverfis hólinn eru móar og dregur í mýri að sunnan- verðu við hann og fyrir sunnan Torfholt. Hóllinn er því nær kringlóttur, 54—61 fet að þverm., um 6 fet að hæð, hvelfdur vel og jafn að utan og ofan, en þýfður umhverfis að neðanverðu og vottar ef til vill fyrir garðlagi að suðaustanverðu við hann. Hóll þessi virðist vera verk náttúrunnar að mestu, en þó þykja mér allar líkur til að heygt hafi verið í honum og hann allur lagaður til. Það virðist engum efa geta verið undirorpið að dysjar þessar sé frá heiðni. Hvort hross hafi verið dysjað með í dys þessari, er vega- gjörðarmennirnir komu niður á, getur verið vafamál nú, en líkur þykja mér þó til að svo hafi verið. Aftur á móti sannfærðist eg um það af hrossbeinunum i þeirri dys, er eg rannsakaði á há-holtinu, að þar hafði aldrei hross dysjað verið. Hér hefir verið lagt hrossa- kjöt, allmörg stykki og stór, og það kjötmestu stykkin, bógar og læri. Auðvitað hefir kjöt þetta verið lagt í dysina með manninum sem veganesti. Hnífurinn þá sennilega verið matarhnífur. Mönn- um kann að detta í hug, að bein þessi hafi eigi legið svo óhreyfð frá því er þau voru fyrst lögð í dysina, og að þessi, er nú voru þar, séu að eins leifar af heilli hross-beinagrind, er þarna hafi verið. Ekki þótti mér þó neitt benda til þess að svo væri, né að dys þessi hefði verið grafin upp áður. Miklu fremur sannfærði það, hversu heil t. d. herðablöðin voru, mig um það, að alt lá hér sem í önd- verðu. — Skal eg geta þess, að eg lét beinin vera óhreyfð, hreins- aði að eins vel af þeim moldina og gekk úr skugga um, að þau voru ekki fleiri en eg sá. Hrossbein hafa, sem kunnugt er, oft fundist í heiðnum dysjum hér á landi, en því miður verður það sjaldnast séð af fundarskýrsl- unum hversu mörg bein eða hvaða bein fundist hafi. Menn hafa ætíð, að þvi er virðist, þózt mega ganga að því vísu, að hross hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.