Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 7
7 befur sýnt verið, svo að eg þykist með fullum rétti geta talið mig höfund þess, án þess að gera minningu hins mæta manns nokkurn órétt, enda er eg ekki svo skapi farinn, að eg vilji hnupla annara manna verkum, og ekki fremur, þótt látnir séu, en eg vil heldur ekki, að öðrum sé eignað það, sem eg veit, að eg á með réttu. Hef eg á stöku stað getið þess sérstaklega, þar sem upplýsingar um ein8tök atriði eru beinlínis komnar frá séra Guðmundi. Með því að fasteignabókin var ekki prentuð, er eg saœdi ágrip mitt, hef eg orðið að breyta því og auka það allvíða til þess að skýra frá helztu misfellunum í henni, en að öðru leyti er ritgerðin að mestu leyti óbreytt, eins og eg samdi hana í fyrstu (vorið 1921), að því er snertir alla niðurstöðu rannsóknanna á bæjaheitunum, þótt dálítið sé þar breytt um á stöku stað við nánari íhugun, og frekari athugun góðra heimilda. Er eg þakklátur Fornleifafélaginu, að það hefur bætt úr vanrækslu stjórnarráðsins, og komið ritsmíð þessari fyrir almenningssjónir, því að þótt hér sé stuttlega yfir sögu farið, og margt auðvitað enn órannsakað í þessu efni, þá ætla eg samt, að lökustu misfellurnar séu lagfærðar, eins og unnt er í jafnstuttu máli, og að þessi undirbúningsrannsókn mín geti orðið til leiðbeiningar fyrir þá, er ýtarlegar vilja rannsaka þessi efni. Verki þessu var frá upphafi svo háttað, að um mjög víðtæka og umfangsmikla rannsókn var ekki að ræða, og mjög óvíst, að tiltölulega hefði orðið svo miklu meira á þannig lagaðri rannsókn að græða, enda getur hún beðið betri tíma og annara manna. Þessi ritgerð mín þarfnast ekki mikilla skýringa, því að hún skýrir sig að mestu sjálf í rannsókninni á hverju einstöku bæjar- heiti, sem tekið er til meðferðar og að eins snertir byggð býli, en ekki eyðijarðir eða nýnefni í kaupstöðum. Eg hef haft þá reglu að vera fremur varasamur í gagngerðum breytingum á bæjaheitum, nema þar sem fullsanna má, hvert sé hið rétta heiti. Eg hef t. d. ekki fellt niður nöfn, sem unnið hafa sér hefð um langan aldur, þótt annað nafn finDÍst eldra, en eg hef þá jafnan sett það nafn milli [ ] með sama letri og hitt nafnið t. d. Hemra [Lokinhemra], Herjólfsstaðir [Herþjófsstaðir], Fjall [Vörðufell] o. s. frv. En allar hneykslanlegar afbakanir hef eg fellt algerlega burtu, þótt nokkuð gamlar séu, t. d. Kjarnholt i staðinn fyrir Keldnaholt o. m. fl. Gömlu nöfnin, sem breytt hefur verið með nýnefnum samkvæmt stjórnar- ráðsleyfi hef eg jafnan sett milli [ ] aptan við nýja nafnið, t. d. Þingdalur [Vælugerði]. Nöfn, sem eg tel, að nota megi jöfnum hönd- um sem hliðstætt nafn við aðalnafnið, hef eg sett í sviga aptan við það, þó svo, að sviganafnið verður að teljast heldur lakara, gagn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.