Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Page 8
8
ötætt höfuftreglu fasteignabókarinnar. En með smáletri og í sviga
aptan við aðalnafnið hef eg sett þau nöfn, sem eg hef ekki viljað
öldungis útrýma vegna langrar hefðar og notkunar, þótt þau verði
að teljast hálfgerðar afbakanir, t. d. Þórólfsdalur (Þórisdalur), Sveigð-
isstaðir (Sveðjustaðir) o. s. frv. En mjög óvíða hef ég beitt þessari
línkind, heldur víðasthvar strykað slík nöfn alveg burtu. Eg skal
ennfremur geta þess, að samskonar orðmyndir eina og Skaptaholt,
Kampaholt, Sölvaholt, Brúsaholt, Krossaholt o. s. frv. fyrir Skaptholt,
Kampholt, o. s. frv. hef eg hvergi nærri alstaðar getið sérstaklega um í
ritgerð þessari, enda er þetta að eins framburðarbreyting, sem hver
og einn getur séð í hendi sér, t. d., að Brattholt er = Brattaholt o.
s. frv. Þá hef eg ennfremur sett fleirtölumerki (flt.) við bæjanöfn,
sem vafl getur verið á, hvort notuð séu í eintölu eða fleirtölu eptir
nefnifallinu, t. d. Þurholt, Strandsel. En ekki er þessara nafna getið,
nema þar sem eitthvað er að öðru leyti athugavert við þau. Mynd-
irnar Nesjar, Holtar, Fjósar þykist eg ekki þurfa að verja.
4 jan. 1923.
Hannes Þorsteinsson.