Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Qupperneq 9
Austur-Skaptafellssýsla.
Bæjarhreppur.
Hvalnes er réttara og upprunalegra en Hvalsnes, þótt nafnið
sé hið sama Hval- í Fbrs. V. Visitasíubók Br. Sv. 1641. Jb. ísl. Fán.
(1708), Jb. 1696, Manntali 1762 og F. Hvals- í Mannt. 1703, Johnsen
og 1861.
Þórólfsdalur (Þórisdalur). Þórólfsdalur nefnist jörðin í Fbrs. VIII.
Visitb. Br. Sv. 1641, Manntali 1703 og Jb. ísl. Ein. (1708) en Þórers-
í Jb. 1696 og Þóris- í Johnsen, 1861, prestakallsbókum Stafafells og
F. Nafnið virðist því hafa breyzt um 1700, og með því að svo
langt er siðan, má teljast leyfllegt, að halda nafninu Þórisdalur sem
varanafni, en Þórólfsdalur er vafalaust rétta nafnið.
Reyðard (þ. e. Silungsá), réttara en Reiðará, sem jörðin er vana-
lega nefnd. F. hefur þó tekið upp rétta nafnið.
Fjörður (Syðri Fjörður). Fyrir 1640 var Firði skipt í Syðra
Fjörð (aðaljörðina) og Efra Fjörð, sbr. Stafafellsvisitazíu Br. Sv.
1641. Syðri Fjörður því sett sem hliðstætt varanafn við Fjörð.
Nesjahreppur.
Hafnarnes Svo í Fbrs. IX. Jb. 1696 og Jb. ísl. Ein. (1708), en
Hafnanes í Visit.bók Br. Sv. 1641, Mannt. 1703, Johnsen, 1861 og
F. Hafnarnes að líkindum réttara, því að kauptúnið Höfn er í
landareigninni.
Dilksnes nefnist jörðin í Fbrs. IX. (tvisvar). Mannt. 1703 og
matsbókinni, og mun það upprunalegra en Dilknes í Jb 1696. Jb.
ísl. Ein. (1708), Johnsen og 1861, enda benda myndirnar Dils- eða
Díls- í Fbrs. X. og Bjarnanessvisitasíu Br. Sv. 1641, að Dilks- sé
réttara, en vitanlega má halda Dilknesi sem varanafni.
Arnanes. Svo er jörðin réttnefnd, samkvæmt mörgum gömlum
og nýjum heimildum, en Árnanes rangt (sbr. F.).