Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Síða 22
22
og Danmörku að fornu kennd við refshala (Refshaladjúp, Reffsalen,
Refshalaburgh), sbr. Fritzner. Vera má og, að jörðin hafi í fyrstu
heitið að eins Refshali (bærinn stendur einmitt á mjóum tanga eða
rima) en gengið af sér og orðið að »koti*.
Hrafntóptir með Steinstópt. Hrafntóptir er forna nafnið, sbr. Ln.,
og svo nefnt nú. Hrafntópt í matsbókinni því skakkt, ef til vill
ritvilla.
Vestmannaeyjar.
Oddsstaðir [Oddastaðir]. I landskuldarskrá frá Vestmannaeyjum
1507 (Fbrs. VIII) nefnist jörðin Oddastaðir, síðar almennt Oddsstaðir.
Búastaðir [Bófastaðir]. í sama skjali frá 1507 eru nefndir Bófa-
staðir, eflaust þessi jörð (Búastaðir). Hitt nafnið, sem eflaust er hið
upprunalega, mun hafa þótt ljótt, og þessvegna verið breytt.
Árnessýsla.
Stokkseyrarhreppur.
Vestri Rauðárhóll. Eystri Rauðárhóll. Rauðárhóll er rétta nafnið,
og svo í A. M., en Rauðarhóll í Johnsen og 1861 rangt, einnig
Rauðárhólar í F.
Brattsholt. Svo í Ln., A. M. og framburði (Brassholt) en aldrei
Brattholt, sem er alrangt, þótt F. telji það núverandi heiti jarðar-
innar.
Kotsleysa (Kotleysa). I A. M. Kotleysa og Kostleysa, nú borið
fram Kossleysa. Sé bærinn gamall, gæti síðari hluti nafnsins verið
forna orðið leysa eða lausa = engi, sem horfið er úr íslenzkunni,
en lifir enn í öðrum Norðurlandamálum. Mjög líklegt, að Vatnlausa
(Vatnsleysa) í Ln. eigi að skiljast á þennan hátt.
Hraukhlaða. Svo í A. M, og eins í framburði enn í dag
(»Hrukklaða«). Hraunhlaða afbökun.
Beinateigur. Svo í A. M. og sálnaregistrum síðast á 19. öld, en
Beiniteigur skakkt.
Eyrarbakkahreppur.
Neistákot (Naustakot). Neistakot er nafnið í A. M., en Nausta-
kot í Johnsen og 1861, í prestakallsbókum ýmist. Neistakot líklega
hið upphaflega.
Háeyri (Stóra Háeyri). A. M. Háeyri, og svo optast nefnt enn
án viðaukans »Stóra« framan við.