Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Page 27
27
efsti bær í Biskupstungum) en ekki hef eg fundið það nafn í íit-
um; þykir þó rétt að láta þess getið.
Neðri Dalur [Neðri Haukadalur]. Neðri Iiaukadalur er nefndur
í sömu máldögum Haukadalskirkju, sem Keldnaholts er getið (Fbrs.
II. IV.) og er = Neðri Dalur, sem nú kallast, og hefur lengi svo
heitið.
Stokkholt (Stekkholt). A. M. hefur aðalnafnið Stokkholt, og svo
er bærinn opt nefndur enn af eldra fólki. Varanöfn í A. M. eru
Stekkholt og Stakkholt, í Johnsen Stokkholt aðalnafn, en Stekkholt
varanafn, í 1861 eingöngu Stekkholt. Væri bærinn kenndur við
Stekk er sennilegra að nafnið yrði Stekkjarholt, sbr. örnefnin
Stekkjarholt og Stekkjarklettar þar í næstu sveit.
Brékka [Styrsbrekka]. Styrsbrekka hefur jörðin heitið fyrrum,
sbr. gamlan máldaga Úthlíðarkirkju frá c. 1331 (Fbrs. II.), en fyrri
hluti nafnsins er burtu fallinn fyrir löngu.
Skálholt [Skálaholt]. Biskupssetrið forna. Ætti að nefnast Skálaholt.
Holtakot (ht.;. Líklega hefur jörðin upphaflega heitið Holtar,
en hnignað og nefnzt svo Holtakot. Samkynja dæmi allmörg, t. d.
Gerðar (Gerðakot), Garðar (Garðakot), Fjósar (Fjósakot) o. s. frv.
Kjaransstaðir. í Jb. 1696 Keransstaðir, en í reikningum Skál-
holtsstóls frá 17. öld og A. M. Kjaransstaðir, sem vitanlega er rétta
nafnið, og svo er nú aptur farið að segja og rita, en lengi var jörðin
nefnd Kervatnsstaðir, og dregið af tjörn skammt frá bænum (Kjarans-
staðatjörn), er menn hafa hugsað sér> að héti Kervatn. F. setur
rangnefnið Kervatnsstaði í sviga sem eldra nafn.
Grímsneshreppur.
Þóroddsstaðir [Þórustaðir]. Þórustaðir (nr. 2 í F.) í Sturl., en
hafa lengi verið kallaðir Þóroddsstaðir.
Brjánsstaðir er rétta nafnið, en Brjámsstaðir afbökun, sem ekki
er ástæða til að halda.
Svínavatn. Svo í Ln., Sturl. og Mannt. 1729, og í prestakalls-
bókum opt á 19. öld. Afbökunin Sveinavatn meðal annars í Jb.
1696, A. M., Johnsen og 1861. Ætti nú að hverfa úr sögunni.
Hólar (Klausturhólar). Hét að fornu Hólar (sbr. Ln. o. s. frv.)
og svo er jörðin optast enn nefnd innansveitar, sbr. Hólakot. Klaustur-
hólar hafa verið nefndir svo sem eignarjörð Viðeyjarklausturs til
aðgreiningar frá Hólum í Laugardal (Laugardalshólum), er áður
taldist til Grímsnessins, og báðar jarðirnar lengstum í einum og
sama hreppi. Klausturhólar einna fyrst nefndir í bréfi frá 1545
(Fbrs. IX.).