Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Qupperneq 35
35
Borgarfjarðarsýsla.
Strandarhreppur.
Hrafnabjörg [Hrafnaberg]. Hrafnaberg er heiti jarðarinnar i
Saurbæjarmáldaga um 1J80 (Fbrs. I).
Ferstikla. Svo í báðum beztu bandritum Ln. og í alþýðufram-
burði enn í dag, einnig í Jb. 1696 og A. M. Fetstikla er afbökun.
Glammastaðir. Svo í Jb. 1696, A. M, Johnsen og 1861. Glámu-
staðir mun afbökun.
Hurðarbak. Hér sama Urðarbaksvitleysan í F. um Hurðarbak
í Svínadal, eins og um samnefndan bæ í Kjós (sjá þar) og annars-
staðar.
Innri Akraneshreppur.
Miðbýli [Miðbœli]. A. M. hefur Miðbæli, Johnsen og 1861 Mið-
býli, og svo er nú sagt.
Sölmundarhöfði. A. M. hefur Sölmundar-, en nú mun vera sagt
Sólmundar-. Með því að mannsnafnið Sölmundur er upphaflegra en
Sólmundur, sem er að eins afbökun úr þvi, er hér sett eingöngu
Sölmundarhöfði.
Skilmannahreppur.
Arkarlœkur [Jarkarlœkur]. Arkar- i Jb. 1696, A. M., Johnsen
og 1861, en Jarkar- í Fbrs. VI. og VII., og má vera, að það sé upp-
haflegra, en nú með öllu niðurfallið. Þó kemur Jarkarlækur fyrir í
landamerkjalýsingum ekki mjög gömlum.
Leirár- og Melahreppur.
Skorraholt (Skorholt). Skorraholt í Melamáldaga frá 1220 (Fbrs. I.).
Nú ávallt nefnt Skorholt.
Andakílshreppur.
Kvígsstaðir. Sbr. Egilssögu. í A. M. og síðar Kvikstaðir, sem
F. setur (i sviga) sem eldra nafn, alveg öfugt.
Bdreksstaðir. I bændatali frá 1681 nefnist jörðin Báreksstaðir,
A M. hefur Báru-, Bárugs- og Barucks-. Baruksstaðir í Alþ.bók 1737
(XLI, 22). Bárekur er fornt, norrænt nafn, og Báreksstaðir eru í
Sogni í Noregi. Virðist lítill vafi á þvi, að Bárustaðir sé framburðar-
afbökun, og rétta nafnið sé Báreksstaðir.
Grímarsstaðir. Svo í Egilssögu, og rétt í matsbókinni, en Gríma-
ötaðir latmæli, þótt F. setji það (í sviga, sem eldra nafn (!)).
3*