Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 38
38
Mýrasýsla.
Hvítársíðuhreppur.
Þorvaldsstaðír [Þorvarðsstaðir]. Samkvæmt Ln. (Hauksbók og
og Sturlubók) og Heiðarvígasögu hefur jörðin í öndverðu heitið Þor-
varðsstaðir, en hefur síðan breyzt í framburði í Þorvaldsstaði, og hef-
ur það orðið snemma, því að þetta nafn kemur þegar fyrir í Melabók.
Kollsstaðir, Svo í Jb. 1696, A. M. og Johnsen. Kolsstaðir skakkt.
Þverárhlíðarhreppur.
Höll. Svo í öllum heimildum, sbr. Hallarmúli. Hóll í F (nr.
16) eflaust prentvilla, sem þurft hefði að leiðréttast, en bókinni
fylgja engar slíkar leiðréttingar, og eru því prentvillur í bæjanöfn-
um þar ekki svo fáar. Fiestra þeirra, en ekki allra, er getið hér og
hvar í ritgerð þessari.
Víðilœkur. Svo í Ln. Fbrs VII, Jb. 1696, og A. M. Enginn
vafi á, að Veiðilækur er afbökun, þótt F. setji það í sviga sem
eldra nafn.
Norðurárðalshreppur.
Glýsstaðir. Glýataðir í Bisks. I, Glisstaðir í Jb. 1696, Glitstaðir í
A. M , Johnsen og 1861, en það er auðsjáanlega misheppnuð leiðrétting-
artilraun; glýr hefur verið viðurnefni (þ. e. kátur af glý = gleði, kæti)
Kleppstía (Klettstia). í Fbrs. VII. og VIII., Jb. 1696 og A. M.
Kleppstía, einnig Johnsen, en getur um Klett-, 1861 Klett-. Enginn
vafi á, að Kleppstía er rétta nafnið. Klett- mundi trauðla hafa
breyzt i Klepp-, auðskildara nafn í torskildara, en breytingin úr
Klepp- í Klett- hinsvegar skiljanleg. Klettstía virðist þó mega hald
ast sem varanafn.
Hreðuvatn [Hreiðuvatn]. Hreðuvatn í Ln. og fornsögum. Rök
eru færð fyrir því i Árbók Fornleifafélagsins 1917, bls. 9—12 af
Pálma heitnum Pálssyni yfirkennara, að elzta nafnið sé Hreiðuvatn,
sbr. Stafholtsmáldaga frá 1140 (Fbrs. I). Jb 1696, A. M. og yngri
heimildir kalla jörðina Hreðavatn. Landnámunafnið verður að tak-
ast sem aðalnafn.
Stafholtstungnahreppur.
Flóðatangi (Flóatangi). Flóatangi í Stafholtsvisitazíu Br. Sv.
1639 og A. M., en Fióðatangi í Johnsen, 1861 og matsbókinni, erlík-
lega réttara, og jörðin svo nefnd nú. Þar í nánd við »tangann«
heita »Flóð«, og er bærinn eflaust við þau kenndur, en ekki við flóð
úr Norðurá, eins og getið er til í Safni IV.