Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 46
46
(Fbrs. IV), en Kyrnastaðir í Hvammsvisitazíu Br. Sv. 1639. Svo
kemur Kýrna- í jarðaskýrslu úr Dalasýslu 1695 (A. M. 463 fol.),
Krýna- í Jb. 1696, Kirunnar- í A. M., Kýrunnar- í Johnsen og loks
Kyrnar- sem aðalnafn í 1861, og svo er það í prestakallsbókum á
19. öld. Framburðurinn í dag hjá eldra fólki kvað vera Kyrna-, og
er það eðlileg framburðarbreyting úr Kyrina-, eins og Guðni úr
Guðini. Vegna þess að nafn þetta er óskiljanlegt, með því að manns-
nafnið Kyrini þekkist ekki, þykir rétt að setja framburðarmyndina
Kyrna- sem aðalnafn, en hina fornu, niðurlögðu mynd Kyrina-, sem
gamla nafnið. Kýrunnarstaðir er að eins leiðréttingartiiraun. Um
nafnið Krýnastaði í Jb. 1696, sbr. aths. við svonefndan bæ í Eyja-
firði.
Raðbarðarholt. I Fbrs. III (Hvammsmáldaga frá 1308) Raðbarða-
holt, en í Fbrs. IV (Vilkinsmáldaga og bréfi frá 1432) Raðbarðarholt,
sem eflaust er réttara, af mannsnafninu Raðbarður. í A. M. og 1861
er Rauðbarðaholt eflaust skakkt, þótt F. setji það í sviga sem eldra
nafn á Holti, sem jörðin mun nefnd nú.
Fellsstrandarhreppur.
Vígólfsstaðir. Sjá aths. um Vígólfsstaði í Laxárdal. Jb. 1696 hef-
ur Vigólfsstaðir einmitt um þessa jörð. Afbökunarmyndir eru Víg-
hólmsstaðir (A. M), Vígholtsstaðir (Johnsen og 1861), er F. setur í
sviga sem eldra nafn en Vígólfs-, og Vighólsstaðir (1861).
Stóra Tunga [Galtardalstunga]. Jb. 1696 og A. M. Galtardals-
tunga.
Orrahóll [Orrahvoll]. Orrahvoll í A. M.
Valþúfa [ÞúfaJ. í Staðarfellsvisitazíu Br. Sv. 1650, Jb. 1696 og
A. M. að eins Þófa, og einnig sem aðalnafn í Johnsen, en orðið að
aukanafni í 1861, og í matsbókinni er að eins Valþúfa, en það er
tiltölulega nýtt nafn, því að það kemur fyrst fyrir í prestakallsbók-
um rétt eptir 1830. Þótt nafn þetta sé því ekki gamalt, þykir rétt
að láta það haldast sem aðalnafn, því að jörðin mun svo almennt
nefnd nú.
Skorravík (Skoravík). Bæði nöfnin góð og gild. Ln.: Skoravík,
Sturl.: Skorravik. Til samræmis við önnur slík nöfn er Skorra- sett
sem aðalnafn. Skori og Skorri sama nafnið.
Arastaðir. Arastaðir í Ln. (Hauksbók) og Sturlubók, en þó einn-
ig í Sturlubók Ora- (eða Orra-) staðir. Arastaðir ennfremur í Sturl.,
Fbrs. III og VII (1503), en hefur á 16. öld afbakazt í Harastaði, og
jörðin svo nefnd verið jafnan síðan. Ara- og Hara- svo líkt í fram-