Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 49
49
Hlíð (Moshlið). Hlíð í Fbrs. IV., Brjánslækjarvizit. Br. Sv. 1639,
Jb. 1696 og A. M. Moshlíð er nýrra frá hér um bil miðri 18. öld.
Neðri Vaðall [Vaðíll]. Efri Vaðall [Vaðill]. Vaðill í Fbrs. III
(1312) upphaflegra en Vaðall, sem þó hefur náð langri hefð.
Skjallandafoss. Skjallanda- í Fbrs. V (í 3 bréfum), og einnig
í Hagavisitazíu Br. Sv. 1639, en Skjaldanda- í Fbrs. VI (2 bréfum)
og VIII, einnig í Jb. 1696 (Skjaldenda-). Skjallandafoss er vafalaust
rétta nafnið, hefur í framburði breyzt í Skjaldanda-, eins og Kallað-
arnes í Kaldaðarnes Skjaldvarar- í A. M. og siðan er afbökun; er
einsætt að taka upp aptur hið skínandi fallega fornheiti Skjallanda-
foss, sem líklega hefur haldizt að sumu leyti fram á 17. öld. Magnús
Jónsson sýslumaður í Miðhlíð (f 1675), sem ritar undir biskupsvisi-
tazíuna í Haga 1639, hefur að minnsta kosti þá þekkt hið forna
og rétta heiti jarðarinnar.
Girði (Gerði). A M hefur Girði. Johnsen og 1861 bæði nöfnin.
Slcriðnafell. Svo í öllum heimildum, nema matsbókinni, sem
hefur Skriðufell, ástæðulaust nýsmíði, sé það ekki ritvilla.
Hrakstaðir. Svo í Fbrs. IV, VI (opt) og IX, Bisks. II, o. s. frv.
í Fbrs. VI einu sinni Hrackstaðir. Úr því hefur oiðið Hrekk- og
því næst Ilregg- (svo í Jb. 1696, A. M, Johnsen og 1861), í 1861
varamynd Rek- og sú mynd orðsins kemur víðar fyrir. Jón Einars-
son stúdent í Æðey (f 1772), fyrrum í þjónustu Odds lögm. Sigurðs-
sonar, fékk viðurnefni sitt hrekkur, af því að hann var fæddur og
uppalinn á þessum bæ. Hrakstaðir er samt eflaust upphaflega nafnið,
hrak viðurnefni, sbr. Jón hrak.
Rauðasandshreppur.
Mdberg (Mávaberg). Máfaberg í Fbrs. VI, en Máberg í Fbrs. IV,
X (þiisvar), Jb. 1696, A. M. o. fl.
Hnjótur [Örlygshnjótur]. Ilið upphaflega nafn hefur verið ör-
lygshnjótur; það kemur fyrir í bréfl frá 1501 (Fbrs. VII), en jörðin
hefur langalengi verið nefnd Hnjótur. F. gengur, sjaldan þessu vant,
svo langt, að kalla jörðina eingöngu örlygshnjót.
Sauðlauksdalur [Sauðlausdalur]. Finnur Jónsson segir í Safni IV,
að í A. M. sé Sauðlausdalur, en í afskriptinni hér (eptir Sigurð
Hansen í Lbs.) er Sauðiauks-. í Sturl. er Sauðlaus- og viða í Fbrs.,
en seint á 15. öld fer að skjóta fram jafnhliða Sauðlaugs-, og það
nafn kemur meðal annars fyrir í enn óprentuðu broti af skiptabréfi
eptir Björn ríka [1467] í annálabók Odds á Fitjum í safni J. S. i
Lbs. í visitazíu Br. Sv. 1639 hefur auðsjáanlega fyrst verið skrifað
Sauðlaugs- eða jafnvel Sauðiaus-, en strykað svo í það og gert úr
4