Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 55
55
Kaldaðarneshreppur.
Hafnarhólmur. Svo í Fbrs. IV (1446), Jb. 1696, A. M. og mats-
bókinni. Hafnarhólmi í Johnsen og 1861 miður rétt.
Bjarnarnes (Bjarnanes). Bjarnarnes í Fbrs. III (fjórum sinnum),
IV, A. M. og Johnsen, en Bjarnanes í Fbrs. II og IX, Jb. 1696, 1861
og matsbókinni. Þótt allmargar og góðar heimildir séu fyrir
nafninu, þykir samt rétt að taka það sem varanafn, af því að senni-
legra er, að Bjarnar- hafi breyzt í Bjarna-, heldur en hins vegar, og
er því Bjarnarnes sett sem aðalnafn. Græti ef til vill verið það Bjarn-
arnes, þar sem Skjalda-Bjöin hafði útibú (sbr. Ln.).
Kaldaðarnes [Kallaðarnes]. I Bisks. I, Sturl. og elztu fornbréfum,
alstaðar Kallaðarnes, er síðar breyttist í framburði í Kaldarnes (sbr.
Jb. c. 1570) og Kaldaðarnes (sbr. Jb. 1696 og A. M.) og hélzt það
nafn fram á síðara hluta 18. aldar að minnsta kosti, en þá breyttist
það enn í Kaldrananes, sem er fjarlægast uppruna, og ætti því að
falla niður, þótt þessi ranga mynd sé einnig komin »á hreppinn*
(þ. e. í hreppsnafnið), en ætti að takast þaðan burt sem fljótast.
Myndirnar Kallaðar- og Kaldaðar- má telja nokkurnveginn jafnrétt-
mætar, og í samræmi við önnur samnefni annarsstaðar á landinu er
hér sett Kaldaðar- sem aðalnafn, af því að sú mynd orðsins er
nær núverandi framburði, en elzta myndin Kallaðar-. Kaldranaues í
F. alrangt.
Sunndalur. Sundalur í Fbrs. IV (1446), en Sunndalur í Fbrs.
VIII, visitazíu Br. Sv. 1653 (í Kallaðarnesi) og A. M. Er það vafalaust
rétta heitið (er einnig i matsbókinni) sbr. Sunnmæri í Noregi og ör-
nefnið Sunndalur í Hagakirkjumáldaga 1375 (Fbrs. II) Suðdalur er
einnig nafn þessarar jarðar í skiptabréfi eptir Björn ríka (1467) í
Fitjamáld., nýlega fundnu. Sýnir það, að rétta nafnið er Sunndalur,
enda liggur bær þessi sunnar í dalnum en Goðdalur. Sunddalur, sem
kemur fyrir í síðari bréfum og jarðabókum, mun vera leiðréttingar-
tilraun eða framburðarafbökun, sem F. setur milli sviga sem eldra
nafn.
Goðdalur (Goðdalir). Goðdalir (Guðdalir) i Fbrs. VI, Jb. 1696,
A. M. og Johnsen, en Goðdalur í 1861 og matsbókinni kemur einnig
fyrir í eintölu (Guðdalur) í Fbrs. IV (1446). Er það elzta heimildin,
og þykir því rétt að láta það nafn haldast sem aðalnafn, enda víst
svo nefnt nú.
Reykjarvík. Svo í Fbrs. IV, VIII, Jb. 1696, A. M., Johnsen og
matsbókinni. Reykjavik í 1861 getur verið prentvilla.