Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 57
jarða, sem nú eru kallaðir Þórustaðir, hafa heitið Þóroddsstaðir (og
sumir Þórisstaðir), og þá er ritaðar, fornar heimildir skera ekki úr,
er Þórodds- (eða Þóris-) sennilegra en Þóru-.
Einfœtugil. Svo í Fbrs. III, IV, visit. Br. Sv. 1639 (í Tröllatungu),
Jb. 1696, A. M. og Johnsen og aukanafn i 1861, er hefur Einfætl-
ingsgil sem aðalnafn, en í matsbókinni er Einfætingsgil, hvorttveggja
afbakanir á hinu góða og gilda nafni, Einfætugili.
Hvítahlið. Matsbókin hefur Hvítuhlíð, og hef eg ekki fundið þá
mynd nafnsins annarsstaðar, heldur alstaðar Hvitahlíð, og það einnig
í þolfalli, sbr. gjafabréf Lopts ríka 1430 (Fbrs. IV). Nafnið Hvíta-
hlíð verður því að haldast, enda þótt Hvítuhlíð gæti að vísu vel
verið rétt, en gagnvart gömlum og gildum heimildum getur það ekki
komizt að.
Brékka (Brœðrabrekka). Bræðrabrekka í raatsbókinni, en jörðin
heitir ávallt Brekka í þeim heimildum, sem mér eru kunnar og er
því sett sem aðalnafn, en Bræðrabrekka sem aukanafn; jörðin er
nú almennt nefnd svo, eptir því sem kunnugur maður hefur skýrt
mér frá, og má vera, að nafnið sé gamalt, þótt þess finnist ekki
getið.
Skriðnisenni (Skriðinsenni). I Ln. eru báðar myndirnar: Skriðnis-
í Hauksbók og Skriðins- í Sturlubók, og þykir því sjálfsagt að halda
hvorttveggju, sem svo góð gögn eru fyrir. Ymsar afbakanir koma
fyrir á þessum nöfnum, sem óþarft er að telja hér allar. A. M.
hefur t. d. Skriðningsenni, en myndin Skriðnesenni í Johnsen, 1861
og matsbókinni er að eins lítílsháttar framburðarbreyting frá frum-
nafninu Skriðnisenni.
Bæjarhreppur.
Kerseyri. Svo í Ln. og Flateyjarbók (Hrómundar þætti halta),
nú borið fram Kjörseyri, og svo ritað.
Kollá (Kollsd). Í Fbrs II. (máld. Gilsbakkakirkju c. 1306 og IV
(Vilkinsmáld), einnigíJb. 1696: Kollá. í Prestbakkavisitazíu Br. Sv.
1639 er getið um örnefnin Fossá og Kollá, og eigi kirkjan reka
allan þar á milli. En Kollsá er jörðin nefnd hjá A. M, Johnsen,
1861 og í matsbókinni, ennfremur í prestakallsbókum frá 18. öld.
Kollá samt eflaust réttara, og því sett sem aðalnafu, enda svo borið
fram til skamms tíraa að minnsta kosti.
Kolbítsá. í hinum fornu máldögum Hólastóls eru ýmsar myndir
af þessu orði. Kolbrizá í Auðunnarmáld 1318 (Fbrs. II) Kolbreydsá
í Jónsmáldaga 1360 (Fbrs III.), Kolb[r]itzá í Pétursmáldaga 1394
(Fbrs. III.) Kolbistá í Ólafsmáldaga 1461 (Fbrs V.) og loks Kolbítsá
í elzta hluta Sigurðarregisturs 1525 (Fbrs. IX.), sem sennilega er