Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Page 61
61
Klömbur (eint. kvk.). Svo í gömlu skjali frá 1344 (Fbrs. V ),
Jb. 1696 og A M, Johnsen og 1861 og svo er jörðin ávallt nefnd,
þangað til Júlíus læknir Halldórsson flutti þangað og breytti hann
nafninu í fleirtöluorð — Þetta tekið eptir frásögn hans sjálfs. Klömbur,
kvk. eintala, vafalíiust upphaflega nafnið.
Hörghóll. Svo í Fbrs. IV., V, Jb. 1696, A. M. og Johnsen,
Hörgshóll í 1861 og matsbókinni óþörf breyting.
Hurðarbcik. Svo í Fbrs. II., III., V , Jb. 1696, A. M. og víðar.
Hvaðan Urðarbak(l) er komið í matsbókina veit eg ekki, en Urðar-
baksvitleysan í F. við öli Hurðarbök á landinu (nema eitt) virðist vera
héðan runnin, því að í engri matsbók um land allt sást þessi »spak-
lega« leiðrétting á nafninu Hurðarbak, nema í þessum hreppi.
Þorkelshólshreppur.
Dœli. Dælir í Johnsen og 1861 er rangt. Ávaldsdæli í Péturs-
máldaga Víðidalstungukirkju 1394 (Fbrs. III. tvisvar), þá í auðn, er
ef til vill þessi sama jörð.
Hrafnsstaðir. Svo í máldaga Víðidalstungukirkju (Pétursmál.)
1394 (Fbrs. III.), Fbrs. V , VI., Jb. 1696, A M. og manntalsbókum
Húnavatnssýslu um 1740. Hrappsstaðir í 1861 og matsbókinni vafa-
laust rangt, þótt F. setji það í sviga sem eldra nafn.
Kamphóll. Svo í A. M. Kambhóll í Johnsen og 1861. Kambs-
hóll í matsbókinni. Kamphóll (eða Kampahóll) líklega réttast. Páli
Vidalín mátti vera kunnugt um það. Kambhóll sem sviganafn í F.
og rétthærra en Kamphóll er rangt.
Galtarnes. Svo í Fbrs. I. (frumrit á skinni frá 1220) V., VI.,
Jb. 1696, A. M., Johnsen og 1861, en Ga)tane3 í matsbókinni; þá
mynd hef eg ekki fundið annarsstaðar nema að eins einu sinni í
Fbrs. V. (Ólafsmáldaga 1461). Sjálfsagt að kalla Galtarnes.
Austur-Húnavatnssýsla.
Áshreppur.
Kárdalstunga (Kálfdalstunga). í Fbrs. III Kárdals-, en Kálfdals-
í Fbrs. V, Brb. Guðbr. bisk. 2. h. (Kálfsdals-), Jb. 1696, A. M. og
manntalsbókum Húnavatnsssýslu um 1740, síðar Kárdals- (Johnsen,
1861 og matsbók). Bardals- eða Bárdalstunga í Auðunnarmáld. 1318
(Fbrs. II), er líklega ritvilla fyrir Kárdals-, sem að líkindum er upp-
runalega nafnið; þykir þó rétt að geta Kálfdals-, með því að svo