Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Qupperneq 67
67
Skagafjarðarsýsla.
Skefilsstaðahreppur.
BróJcarlœkur. Brókar- í Fbra. II, III og víðar, Jb. 1696, A. M. o.
s. frv., og er það rétta nafnið. Borgarlækur í 1861 og matsbókinni
er rangt.
Hvalnes. Svo í Fbrs. II (Auðunnarmáld.) III og víðar, einnig í
Jb. 1696, en Hvalsnes í A. M., Johnsen og 1861 (sem varanafn).
Hvalnes verður að teljast réttara nafn á þessari jörð, eins og Hval-
nesi í Lóni.
Lámúli. Svo í Fbrs. III, V, IX, XI (Sigurðarregistri) og í Jb.
1696, einnig sem aðalnafn í 1861, en varanafn Lágimúli, sbr. Lág-
múla í Johnsen (n m.) og matsbókinni. Lámúli er vafalaust rétta
nafnið, þ. e. múli, sem brimasamt er við; þótt það hafi verið Lár-
múli í fyrstu, gat r fljótt fallið burtu. A. M telur að vísu Lágmúla
aðalnafn, en segir kallaðan Lámúla, og sannar það ekkert gegn
Lámúlanafninu.
Kleif. Svo í Fbrs. III og víðar, Jb. 1696, A. M. Johnsen og 1861.
Matsbókin nefnir jörðina Klauf, og veit eg ekki, að það hafi við
neitt að styðjast. Klaufargerði það, sem matsbókin getur um, ætti
að heita Kleifargerði, sé það kennt við jörðina Kleif, sem sennilegt
er, með því að það mun vera nýbýli, líklega úr Kleifarlandi.
Staðarhreppur.
Varmaland [Vermslaland]. Upprunanafnið er Vermslaland, sbr.
Fbrs. II, IV. í Fbrs. IX, Jb. c. 1570, Jb. 1696 og A. M að eins
Land, síðar tekið upp nafnið Varmaland, sbr. Johnsen, 1861 og
matsbók.
Pottagerði. Finnst ekki í A. M. í manntalsbókum Skagafjarðar-
sýslu 1782 og síðan fram yfir 1850 Pottagerði. Johnsen getur og
Pottagerðis neðanmáls, en 1861 alls ekki. Matsbókin ein hefur Pytta-
gerði, en eptir þeirri heimild einni þykir ekki ástæða til að taka
það upp, ekki einu sinni sem varanafn, þótt F. setji það i sviga
sem eldra nafn.
Hólkot [Dœluhóll]. A. M. segir, að Dæluhóll sé »hið forna og
rétta heiti. önnur heimild finnst ekki fyrir því.
Þrömur (Þröm). í Fbrs. IV Þrömur (þágufall Þremi), annars
venjulega Þröm, eins og aðrar samnefndar jarðir. Upphaflega var
orðið karlkyns (Þrömur) og leifar af því eru í Eyjafirði (»á Þremi«).
Réttast að halda báðum myndunum.
6*