Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Síða 73
73
nöfnunum, en Hofdælum þó sem aðalnafni, með því að það er vaía-
laust hið rétta.
Kýrholt. Svo í Fbrs. III (bréf frá 1351), Sigurðarregistri 1550
(Fbrs. XI), Jb. 1696, A. M. o s. frv. Kýlholt ekki annað en af-
bökun.
Hólahreppur.
Hlíð [Hrafnsstaðir]. Nafninu Hrafnsstaðir (réttara en Hrapps-
staðir) var breytt í Hlíð með stjórnarleyfi 1919.
GarðaTcot [Garðar]. Hét áður Gfarðar, sbr. Fbrs. III (1388).
Hofshreppur.
Mannslagshóll. Mannskapshóll er jörðin nefnd í Fbrs. IX (1527),
XI, Alþb. ísl. IV (1613) og A. M., einnig í manntalsbókum Skaga-
fjarðarsýslu um 1800, en yngri manntalsbækur sýslunnar taka upp
nafnið Mannskaðahóll, og svo er í Johnsen og matsbókinni. 1861
hefur bæði nöfnin. Vafalaust er Mannskapshóll afbökun úr Mann-
slagshóll. Að staðurinn hafi verið svo nefndur eptir bardagann þar
á 15. öld (1431), sést af Skarðsárannál. Þykir sjálfsagt að taka upp
Mannslagshóll (Vighóll, Orustuhóll) í stað afbökunarinnar Mannskaps-
hóll og »leiðréttingarinnar« á því í Mannskaðahól. í prestþjónustu-
bók Fells í Sléttuhlíð 1816—1839 í Þjskjs. er jörðin nefnd hinu rétta
heiti: Mannslagshóll. í Bisks. II, 234, er sagt, að faðir Valgerðar,
fylgikonu Gfottskálks biskups, hafi verið Jón mannskapur, og átt
Mannskapshól. En þetta sannar ekkert um, að nafnið Mannskaps-
hóll sé rétt, þótt þessi eigandi jarðarinnar væri nefndur eptir henni
eptir að nafnið afbakaðist, ef þessi sögn um auknefni Jóns er ann-
ars á nokkru byggð.
Hugleíksstaðir. Svo í Fbrs. III (frumrit á skinni frá 1388), en
Hugljóts- í Sigurðarregistri 1550 (Fbrs. XI), A. M. og síðar, vafalaust
afbökun. Hugleikur mannsnafn, en Hugljótur þekkist ekki. Ef til
vill hefur nafnið Ljótsstaðir »dregið með sér« nafnið á bænum í
nágrenninu, því að altítt er, að orð hafi slík áhrif hvert á annað.
Spánd. Svo í Fbrs. IX, reikningum Hólastóis 1666, A. M., John-
sen og 1861, sem þó hefur aukanafnið Spræná(I), er einnig kemur
fyrir í manntalsbókum Skagafjarðar3ýslu 1782—1850 og matsbókinni.
Spáná er vafalaust rétta nafnið
Háleggsstaðir [Háleygsstaðir?/. A. M. Háleggs-, en getur þess,
að almennt sé nefnt Álegs eða Álögs-. í Sigurðarregistri 1550 (Fbrs.
XI) eru myndirnar Aleks-, Alrex- og Alreks-, en Alex- í reikningum
Hólastóls 1664 og Alögs- í Jb. 1696. í manntalsbókum Skagafjarðar-