Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Síða 78
78
Kanga er kvennmannsnafn (sbr. Lind). Göngustaðir er framburðar-
afbökun, sem ætti niður að falla.
Köngustaðakot, sbr. Köngustaðir.
Ingvarir [Ingvararstaðir]. í Fbrs. II. (Auðunnarmáld. 1318)
III. Pétursmáldaga 1394) og IV. (1431) nefndir Ingvararstaðir, og
Yngvarastaðir í Fbrs. V. (Ólafsmáld.), nefndist síðar Ingvarir (sbr.
meðal annars Jb. 1696). Er sama jörð og Yngvildarstaðir í Svarf-
dælu.
Hrafnsstaðir. Svo i Svarfdælu, Jb. 1696 og A. M. Hrappsstaðir
rangt.
Böggvisstaðir. Svo er nafnið rétt, sbr. Svarfdælu, en Beggu-,
Böggu- o. fl. breytingar úr því.
Arnarneshreppur.
Dunhagakot. Litli Dunhagi [Dynhagi]. Dynhagi er forna nafnið,
sbr. Sturl., Bisks. I. (Laurentiussaga), Fbrs. IX. (elzta hluta Sigurðar-
registurs), Jb. c. 1570 og Jb. 1696. Dunhagi hjá A. M. og ávallt
síðan; er því látið haldast, enda munurinn ekki annar en lítilsháttar
framburðarbreyting.
Arnbjargarbrekka (Stóra Brekka). Arnbjargarbrekka í Fbrs. VI,
VII, VIII., og hjá A. M. sem aðalnafn, en þess getið, að hún sé
almennt kölluð Stóra Brekka. Hefur það nafn haldizt síðan eingöngu
(sbr. einnig Jb. 1696), en rétt þykir að setja hér hið forna nafn
sem aðalnafn, eins og A. M. gerir.
Syðri Kamphóll. Ytri Kamphóll. Kamphóll í Fbrs. IV. og IX.,
Jb. 1696, A. M. og 1861 sem aðalnafn, líblega fyrir Kampahóll og
réttara en Kambhóll, sem er látið niður falla.
Skriöuhreppur.
Vélaugsstaðir. í Fbrs. IV. (1447) Feloks-, Jb. 1696 Felix-, A.M.
»Fielhögs-, almennt Felix-«, Johnsen Felix-, 1861 Féeggs- og Felix-,
matsbókin Féeggs-. Féeggs- er auðvitað misheppnuð leiðrétting. Lik-
lega er Feloks- eða Fielhögs- næst því rétta, og mun það vera
framburðarafbökun úr Vélaugs-, og að jörðin hafi heitið Vélaugs-
staðir upphaflega. Gömul mynd af tíuðlaugs er Guðlogs, eins gat
Vélaugs- og Véloks- skipzt á. Vélaug er kvennmannsnafn að fornu,
og þá líklegt, að til hafi verið karlmannsnafnið Vélaugur. Vé og fé
er mjög líkt í framburði. Af því að engin af nafnamyndum þessarar
jarðar getur verið rétt, nema ef vera skyldi Felix-, sem er þó næsta
ólíklegt, þá tel eg einsætt að taka upp Vélaugs- í von um að hafa
hitt hið rétta.