Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 79
79
Skollatunga. Skollatunga er nafn jarðarinnar í Fbrs. V., VI.,
VII, Jb. c. 1570, Jb. 1696 og hjá A. M. sem almennt heiti, en
nefnir einnig Svellatungu og það nafn er í Johnsen, en þess getið
þar neðanmáls, að prestur og hreppstjóri nefni Sörlatungu, og það
nafn er í 1861 og matsbókinni, að eins framburðarafbökun úr Svella ,
sem ekki á heldur neinn rétt á sér, og ætti niður að falla, því að
Skollatunga er vafalaust rétta nafnið, en hefur líklega ekki þótt
nógu virðulegt, og einhver svo breytt nafninu í Svellatungu.
Dagverðartunga. Jb. 1696 hefur Dagverðstunga, en A. M. Díguls-
tunga og Digurstunga, sem vafalaust er afbökun úr Dögurðar- eða
Dagverðartunga, sem fyrst kemur fram í réttri mynd í sálnaregstr-
um frá Bægisá eptir 1820 (þar áður afbakanirnar Digurðs- ogDigurs-)
og svo í Johnsen og 1861.
Brakandi [Brakaðargerði]. Brakaðargerði hefur jörð þessi heitið
fyrrum, sbr. Fbrs. III. (1375), en síðar verið stytt i Brakandi.
Stóri Dunhagi [Dynhagi]. Sjá aths. við Litla Dunhaga.
Oxnadalshreppur.
Miðland [Mið-Skriðuland]. Mið-Skriðuland er annað nafn á
jörð þessari hjá A. M. og að sjálfsögðu eldra en styttingin Miðland,
sbr. Fbrs. III, þar sem nefnt er Miðskriðuland og Neðsta Skriðuland
(nú Neðstaland). Efstaland hefur þá heitið Efsta-Skriðuland.
Bessahlaðir. Bessahlöð í matsbókinni er sjálfsagt leiðrétting, hitt
almenna nafnið.
Skjaldarstaðir. Skjalda- er framburðarbreyting úr Skjaldar-, sem
meðal annars kemur fyrir í Fbrs. III (1397 frumrit á skinni).
Misjálfsstaðir. Nafnið Misjálfsstaðir í A. M. og .Tohnsen er vafa-
laust eitthvað afbakað, en af því að ekki er kunnugt eða auðfundið
hið rétta nafn, verður að hlíta þessu. Miðhálsstaðir, sem í yngri
heimildum er nafn jarðarinnar, er ekki annað en alröng leiðrétt-
ingartilraun. Missjáll gæti verið viðurnefni (sá sem gjarnt er til þess
að missjá), og bæjarnafnið þá Missjálsstaðir, en hitt er þó líklegra,
að síðari hluti nafnsins sé réttur -álfsstaðir, en fyrri hlutinn afbak-
aður, en um þetta verður ekkert sagt með nokkurri vissu.
Glæsibæjarhreppur.
Hlíðarendi [Titlingur]. Hlíðarendi nýnefni eptir stjórnarleyfi
1918.
Keppsá. Svo í Hrafnagilsmáld. 1461 (Fbrs. V) (Kefsá), 1508 (Kiepsá)
(Fbrs. VIII) og 1525 (Kepsá) (Fbrs. IX); Jb. 1696, A. M., Johnsen og 1861
(aðalnafn): Kífsá er afbökun, sem F. setur í sviga sem eldra nafn.