Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Page 81
81
fleirtölu, en þá að eins í þágufalli, svo að e’kki verður séð, hvort
nefnifallið hefur verið -hlaðir eða -hlöður. Nú jafnan Stokkahlaðir
(eða jafnvel Stokkahlaðnir).
Beykjahús (flt.) (Reykhús), Jörðin enn í dag nefnd Reykjús1, þ. e.
Reykjahús, og er því einsætt að taka upp fornt nafn, sem enn er í
fullu gengi. Þó virðist Reykhús mega haldast sem aukanafn.
Vaglar. Bæir með þessu nafni ýmist nefndir Vaglar eða Vaglir.
Vaglar réttara.
Saurbæjarhreppur.
Torfufell (Torfafell). \ Valla-Ljótssögu segir, að Torfi hafi búið
í Torfufelli, og svo er jörðin nefnd í Fbrs IV (skiptabréfi eptir Þor-
varð Loptsson 1446) og A. M., en Torfafell í Jb. 1696. Johnsen
hefur Torfufell, en 1861 bæði nöfnin (Torfa- sem aðalnafn). Réttast
að setja Torfufeli sem aðalnafn, en láta þó Torfafell haldast sem
hálfógilt varanafn.
Skáldsstaðir [Skallastaðir]. Hið upprunalega heiti þessarar jarðar
mun vera Skallastaðir, sbr. Fbrs IV (skiptabréf eptir Þorvarð
Loptsson 1446), en hefur allsnemma breyzt í Skáldsstaði, sbr. Jb.
1696, A. M. og aliar yngri heimildir, og er nafn þetta því látið
haldast.
Kolgrimustaðir. í Jb. 1696, A. M. og síðan er jörð þessi optast
nefnd Kolgrímastaðir, en það hlýtur að vera afbökun, og er þá næst
að ætla, að þetta sé framburðarbreyting úr Kolgrímustaðir, alveg á
sama hátt eins og Dýrfinnustaðir í Skagafirði urðu að Dýrfinnastöð-
um í ræðu og riti. Þykir því rétt að taka upp nafnið Kolgrímustaði,
sem hið sennilegasta frumheiti jarðarinnar. Kolgrímsstaðir í Johnsen
er auðvitað leiðréttingartilraun, sem engan stuðning hefur í fram-
burði nafnsins fyrrum og nú, og getur því ekki komið til greina.
Gullbrekka (Brekka). Jb. 1696 og A. M. hafa Gullbrekka, og var
svo ritað stundum til skamms tíma.
Hleiðrargarður. Svo í Ln. og einsætt að taka upp þá réttu
mynd.
Krýnastaðir (Kraunastaðir). Krina- í elzta hluta Sigurðarregisturs
1525 (Fbrs. IX). Jb. 1696 hefur Krýna-, A. M. Krýna- og Krauna-,
Johnsen Krýna-, 1861 Krýna- og Krónu-, matsbókin Krónu-. Krónu-
er víst leiðréttingartilraun. Krauna- gæti verið rétt, svo heitir jörð
í Þingeyjarsýslu, sbr. athugasemd við hana. Krýna- virðist þó mega
standa sem aðalnafn, því að flestar og elztar heimildir eru fyrir
1) Eptir upplýsingu frá séra Gaðm. heituum Helgasyni.
6