Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Síða 84
84
Tindra- og Tindriða-, en getur þó um Tundrastaði sem eyðijörð þar
í Fjörðum, eign Höfðakirkju, en eflaust er þetta ein og sama jörð,
sem síðar nefndist Tindriðastaðir og var eign sömu kirkju, bærinn
ef til vill verið fluttur, og nafnið þá breyzt. Nafnið Tundrastaðir
gæti upphaflega hafa verið Tundrarastaðir, sbr. Tandrastaði í Norð-
flrði, sem í einni heimild nefnast Tandrarastaðir, og Tandrara- eða
Tandrasel i Mýrasýslu, því að tundur og tandur (tundrari, tandrari,
tendrari) er af sömu rót, og á hvorttveggja skylt við eld og í-
kveikju. Tindriðastaðir er leiðréttingartilraun eða afbökun, sem ætti
niður að falla.
Kussungsstaðir [Kursveinsstaðir]. í Fbrs. II (Auðunnarmáld) og
V (Ólafsmáldaga) Kursveinsstaðir, og í A. M. Kúsveinsstaðir. Kura
er enn mælt mál, gælunafn við kú eða kvígu, þar af kursi (kusi,
kussi og kusa), svo að Kursveins- þýðir sama og Kúsveins- hjá
A. M. Hið núverandi nafn Kussungsstaðir (sbr. Johnsen o. s. frv ).
hlýskógar. fflýskógar í Bisks I (Guðmundarsögu hins góða) og
Fbrs. VI (1488). A. M. hefur Hlé- eða Hlíð-, Jb. 1696 Hlíð-. Úr
Hlýskógum hafa orðið Hlíðskógar og Hléskógar, sem skýringartil-
raunir. Hléskógar hafa þó verið almennara nafnið, en mætti nú
niður falla.
Skarð (Svaðaskarð). A. M. telur Svaðaskarð hið upphaflega heiti
þessarar jarðar.
Hálshreppur.
Hróastaðir (Hróarsstaðir). Hróa- í Fbrs. III (1391), V (tvisvar)
og VI (þó vafasamt þar), einnig í Jb. 1696, Hróalds- í A. M., en
Hróars- í Johnsen, 1861 og víðar. Eflaust er Hróa- (af manns-
nafninu Hrói) upprunalegra en Hróars-.
Ljósavatnshreppur.
Hrifla (Hriflugerði). A. M. Hriflugerði, kallast nú almennt Hrifla.
Arnstapi. Svo í Fbrs. V, Jb. 1696, A. M. og matsbókinni. Arnar-
stapi í Johnsen og 1861 skakkt.
Öxará. Svo í matsbókinni, og sjálfsagt að halda því forna nafni,
þótt 1861 hafi sem aðalnafn ómyndarafbökunina Axará.
Barnafell (Miðfell). Miðfell er aukanafn á þessari jörð hjá A M.
Guðmundarstaðir (Gvendarstaðir). í Fbrs. IX Guðmundar-, A. M.
hefur Guðmundar- sem aðalnafn, Johnsen eingöngu Guðmundar- og
1861 Guðmundar- sem aukanafn, en Gvendar- sem aðalnafn, mats-
bókin Gvendar- og svo mun nú almennt nefnt.
Hrafnsstaðir. Svo í Fbrs. III (1405), einnig í Jb. 1696 og A. M.