Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 91
91
Fellahreppur.
Refsmýri. Svo í manntb. N.-Múl. 1803, almennu manntali 1835,
prestakallsbókum Áss 1820—1830 o s. frv. og matsbókinni. Rifs-
mýri í Johnsen, og 1861 bæði nöfnin. Refsmýrargerði í mannt. 1703
er ef til vill sama jörðin, og bendir það þá á, að Refs- sé réttara
en Rifs-, enda í sjálfu sér líklegra.
Hjaltastaðarhreppur.
Hreinssiaðir. Svo í Fbrs. III (tvisvar), og IV (Vilkinsmáld.), en
hefur snemma breyzt í Hreims, svo í Hjaltastaðarvisitasíu Br. Sv.
1645 o. s. frv, og er það eðlileg framburðarbreyting.
Þórsnes [Hlaupandagerði]. Þórsnes er nýnefni, tekið upp með
stjórnarleyfi 1914.
Viðarsstaðir. Svo mun nafnið rétt, elzti framburður Víðars-, sem
svo hefur orðið Víða- (sbr. Fbrs. VII og Jb. 1696), og Viða- (sbr.
Fbrs. IX). Johnsen hefur Viðar-, 1861 Viða- og Viðar-, matsbókin
Viða-.
Drambhalastaðir. Svo í Kirkjubæjarvisitazíu Br. Sv. 1641, mannt.
1762 og mannt.b. N.-Múl. 1803, Drambala- í verzl.sk. 1735. Síðar
kemur Dratthala í prestakallsbókum Kirkjubæjar, jarðabókunum o. s.
frv. Drambhala- er upprunalega nafnið, og stafar auðvitað af viður-
nefni manns, er þótt hefur mikill á lopti, drambhali, sbr. montin-
rass eða montrass, montinróa.
Fljótsdalshreppur.
Sturluflötur. Svo í Fbrs VI og líklega í V, visit. Br. Sv. 1641
(Valþjófsstað), og manntali 1703. í mannt. 1762 Sturlastaðir. í
Vilkinsmáld. (Fbrs. IV) og Fbrs. V nefnd Sturluá, örnefni í Fljóts-
dal. Jörðin heitir Sturluflötur, en ekki Sturlaflötur eða Sturlaflöt.
Arnaldsstaðir. í Fbrs. IV (Vilkinsmáld.) Arnnalls- og Arnhallz-,
í Jb. 1696 Arnilldar-, í Johnsen Arnhalls- 1861 Arnhalds- og Arn-
halls- og í matsbókinni Arnalds-. Réttast að halda þeirri mynd, því
að mannsnafnið var Arnaldur, en ekki Arnhaldur eða Arnhallur. Er
það og samkvæmt rithætti Ln. Arnallz- á samnefndum bæ í Skriðdal.
Arneiðarstaðir. Svo í Ln. og Fljótsdælu, og því réttast að rita
nafnið á þann hátt, og einnig fegurst.
Borgarfjaröarhreppur.
Gilsdrvöllur. Svo í Fbrs. IV (Vilkinsmáld.) og víðar, einnig í Jb.
1696 o. s. frv,, en Gilsárvellir í yfirliti matsbókarinnar er rangt.