Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 93
93
Gunnlaugsstaðir [Gunnlaugarstaðir]. Gunnlaugar- í Droplaugar-
sonasögu, sbr. Safn II, 461, en hafa verið kallaðir kitt (Gunnlaugs-)
um langan aldur, og er það látið haldast.
Eiðahreppur.
Hleiðrargarður. Svo í Fbrs. IV (Vilkinsmáld.) tvisvar, og er það
hið upphaflega og rétta nafn. Hleiðar- í Fbrs. III og Jb. 1696 og
Hleinar- í síðari heimildum, hvorttveggja afbakanir.
Snœholt (Snjóholt). Snæholtsskógar örnefni í Fljótsdælu, er sýnir,
að þá hefur jörðin heitið Snæholt. Síðar varð það Snjóholt, og eru
bæði nöfnin jafngóð, en réttara að láta hið eldra sitja í fyrirrúmi.
Mýnes. Svo í Fljótsdælu og Fbrs. I (máldagi frá c. 1179) og er
það að sjálfsögðu réttara en Mýrnes, sem er talið nafn jarðarinnar
í flestum yngri heimildum. Þó hefur Johnsen Mýnes og 1861 bæði
nöfnin.
Mjóafjarðarhreppur.
Eeykir [Rjúkindi]. í Fbrs. IV (Vilkinsmáld) er nefnd Rjúkendis-
jörð, og Rjúkind í verzl.sk. 1735 og manntali 1762, en Reykir í Jb.
1696, manntb. S.-Múl. 1785 o. s. frv. Eflaust er þetta ein og sama
jörð, og hefur í fyrstu heitið Rjúkindi (hvk.) eða Rjúkandi (kvk , sbr.
Dynjandi).
Heseyri. Svo í visitazíu Br. Sv. 1645 (í Firði í Mjóvafirði), Jb.
1696, verz'.sk. 1735 (Hesseyri, sem gæti einnig verið = Hestseyri,
en ekki Hesteyri), mannt.b. S.-Múl. 1785, Johnsen, og varanafn í
1861, en Hesteyri er þar aðalnafn, og það hefur matsbókin. Heseyri
er vafalaust rétta myndin. Heyseyri í mannt. 1703 er afbökun.
Asknes (Ásnes). Ásnes í verzl.sk. 1735, en Ársnes í mannt.b.
S-Múl. 1785, sbr. sálnaregistur Mjóafjarðar 1817, og svo enn í al-
mennu manntali 1835, en 1840 Asknes og síðan. Er sennilega sama
heitið, þótt afbakað sé, Ásnes í Ársnes eða Asknes.
Neshreppur.
Naustahvammar (Naustahvammur). Naustahvammar í Skorra-
staðarvisitazíu Br. Sv. 1645, mannt.b. S-Múl. 1785 og í sálnaregistr-
um Skorrastaðar um og eptir 1800, þó stundum þar Naustahvammur,
og svo i Johnsen, 1861 og matsbókinni, einnig í verzl.sk. 1735.
Bæði nöfnin sett hliðstæð, en Naustahvammar þó á undan, því að
það er sennilega upphaflegra.