Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Síða 95
95
Breiðdalshreppur.
Streiti (Strœti). Stræti nefnist jörðin í Þorsteinssögu Síðuhalls-
sonar, en Streiti eða Stræti hét einnig landið þar umhverfis, sbr. Ln.
Bæði nöfnin (Streiti i Hauksbók og Stræti í Sturlubók) jafnréttmæt,
en Streiti hefur náð meiri hefð sem almennt nafn á jörðinni nú um
langan aldur.
Asunnarstaðir. í Fbrs. V (frumbréfi á skinni frá 1451) Ásunna-,
Heydalavisitazíu Br. Sv. 1641 Ásonnar-, Jb 1696 Ásunar- og síðan
Ásunnar- sem ef til vill er rétt, þótt kvennmannsnafnið Asunn
þekkist ekki. Varanafnið Ásrúnar- í matsbókinni, er víst getgáta ein,
og hefur við ekkert að styðjast. Fremur gæti nafn þetta Ásunnar-
hafa myndazt úr »á Sonastöðum« (Sunastöðum, Sónastöðum), af
mannsnafninu Soni, Suni eða Sóni, sem kemur fyrir í Fms. og Flat-
eyjarbók, og allopt i Noregi. Þar er bæjarnafnið Sonastaðir (eða Sóna-)
nú Sonstad. Myndin Ásonnar- í visit. Br. Sv. bendir óneitanlega í
þessa átt, og einnig myndirnar Ásunna- (i Fbrs. V) og Ásunar-.
Það er því alls ekki ósennilegt, að upphaflega nafnið hafi verið
Sona9taðir eða Sunastaðir (»á Sona- eða Sunastöðum«).
Dísarstaðir. Dísastaðir að vísu í Fbrs V, og öðrum yngri
skjölum, en er þó líklega afbökun úr Dísar-, r fallið burt, eins og
svo opt. Dís er kvennmannsnafn, sbr. Dísarstaði í Árnessýslu.
Geldingur. Svo hét jörðin áður. Matsbókin hefur þetta sem vara-
nafn, en aðalnafn Hlíðarendi. Sýnist það vera nýnefni, en þó ekki
löggilt, eptir því sem næst verður komizt samkvæmt upplýsingum
frá stjórnarráðinu, og á því engan rétt á sér í löggiltri jarðabók.
Heydalir (Eydalir). Heydalir í Ln. (Heydalalönd) og Njálu og
flestum elztu skjölum fram á 16. öld, þar á meðal Vilkinsmáld 1397.
Þó koma Eydalir fyrir i gömlum máldögum frá 14. öld og bréfum
frá 16 öld, og opt í skjölum eptir það samhliða hinu forna nafni.
Á 18. og 19. öld urðu Eydalir öllu almennara, og 1861 og mats-
bókin telja Eydali aðalnafn, en setja Heydali skör lægra, eins og
F. einnig gerir. Nú virðist rétt að snúa þessu við.
Beruneshreppur.
Steinaborg [Borg]. Hét fyrrum að eins Borg, sbr. Berunessvisit.
Br Sv. 1641 og Jb. 1696, en Steinaborg nefnist hún í manntali 1762,
og víst optast nær síðan (sbr. Johnsen, 1861 og matsbókina).
Geithellnahreppur.
Geithellur (Geitahellur■). Geitahellur er hið rétta og upphaflega
nafn þessarar jarðar, sbr. Njálu, en ekki Geithellar eða Geithillur,