Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Side 101
101
IV Brjef formanns til alþingis 1922.
Hið íslenzka Fornleifafjelag. Reykjavík, 27. febrúar 1922.
Á síðasta aðalfundi Fornleifafjelagsins var borin upp og sam-
þykt svo látandi tillaga frá herra Sigfúsi bónda Guðraundssyni og
herra Hannesi skjalaverði Þorsteinssyni: Fundurinn skorar á Al-
þingi að veita framvegis alt að 4000 kr. styrk árlega til Fornleifa-
fjelagsins, sjerstaklega til örnefnalýsinga og fornmenjarannsókna.
Vjer viljum því leyfa oss hjer með að beina ofangreindri áskorun
til hins háa Alþingis. — Á sviði örnefna-lýsinga og -söfnunar hjer
á landi hefur tiltölulega lítið starf verið unnið, á móts við hvað
vera ætti, en þau verk geta ekki dregist lengur að ósekju. Fje-
lagið vill leitast við að koma árbók sinni út, en vegna hins afar-
mikla útgáfukostnaðar getur fjelagið ekkert stutt fjárhagslega að
örnefnasöfnun nje fornminjarannsóknum með þeim litla styrk og öðr-
um smáum tekjum, er það hefir nú.
Til alþingis.
Virðingarfylst.
Matthías Þórðarson
V Stjórn hins íslenzka Fornleifafjelags.
Embættismenn:
Formaður: Matthías Þóiðajson, fornminjavörður.
Skrifari: Olafur Lárusson, prófessor.
Fjehirðir: Sjera Magnús Helgason, skólastjóri.
Endurskoðunarmenn: Halldór Daníelsson, hæstarjettardómari, og
Eggert Claessen, bankaatjóri.
Varaformaður: Jón Jacobson, landsbókavörður.
Varaskrifari: Dr. Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörður.
Varafjehirðir: Pjetur Halldórsson, bóksali.
F u 111 r ú a r:
Til aðalfundar 1923: Einar Arnórsson, prófessor (samkvæmt milli-
bilskosningu á aðalfundi 1920), Jón Jacobson,
landsbókavörður, og sjera Magnús Helgason,
skólastjóri.
Til aðalfundar 1925: Hannes Þorsteinsson, skjalavörður, dr. Jón Þor-
kelsson, þjóðskjalavörður, og Ólafur Lárusson,
prófessor (samkvæmt millibilskosningu á aðal-
fundi 1922).