Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mynd
verður af henni ráðið, hvað manneskjur þessar eru að gefa, eða
hvort þær eru nokkuð að gefa. Aftur á móti kemur þessi mynd heim
við seinni skilgreiningarlið Rune Norbergs. Myndin af Peter Bodilsen
í Ártíðaskrá Næstved-klausturs er greinilega gjafaramynd. Gjaf-
arinn réttir líkan af klausturkirkjunni að Pétri postula, sem klaustr-
ið er helgað (mynd 4). Myndin er því af þeirri gerðinni, sem sýnir
gjafarann vera að gefa dýrgrip, og er athöfnin gerð minnisstæð með
því að sýna hana í ártíðaskrá klaustursins. Það skal tekið fram, að
báðar þessar bækur eru skrifaðar á latneska tungu.
I íslenzku handriti frá 14. öld er gjafaramynd, sem enginn hefur
veitt eftirtekt hingað til, en er að mínum dómi mjög sérstæð. Er
hvort tveggja, að hún er í handriti, skrifuðu á íslenzka tungu og
lýstu á íslandi, og gjafarinn, sem er leikmaður, réttir fram verald-
lega bók til heilagrar þrenningar. Gjafaramynd þessi er í hinu stóra
og glæsilega lögbókarhandriti í Árnasafni, Skarðsbók, ÁM 350 fol.,