Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 7
GJAFARAMYND 1 ISLENZKU HANDRITI
9
Jf. mynd.
sem ber ártalið 1363. Hér er það leikmaður, ekki einu sirmi konung-
borinn, sem réttir fram veraldlega bók, lögbókina, til hins æðsta
himneska valds, föður, sonar og heilags anda. Mun þetta mjög
fágætt eða einstætt um gjafaramyndir í handritalýsingum miðalda.
Það er þó ekkert einsdæmi í handritaiýsingum frá miðöldum, að ver-
aldlegrar stéttar maður krjúpi andspænis heilagri þrenningu. 1
enska handritinu De Nobilitatibus Sapientis et Prudentis Regum eftir
Walter de Milemete, sem skrifað var fyrir Játvarð konung III við
valdatöku hans (1326—1327), krýpur konungurinn frammi fyrir
heilagri þrenningu, og utar í myndinni krýpur einnig ungur maður
(mynd 5). I öðru ensku handriti Grey-Fitzpayn Hours, bænabók frá
því um 1300, krjúpa karl og kona sitt hvoru megin við heilaga þrenn-
ingu og eru sýnd miklu minni (mynd 6). I báðum þessum hand-
riturn er fólkið tómhent, og verður því ekki séð, að um gjafara sé
að ræða. Þessar myndir samrýmast því hvorugri þeirri skýringu,