Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 10
12
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
7. mynd.
eins og hann sjálfur standi í dyragætt, sem er opin inn til liins
æðsta himneska valds. Bókin er opin og fyrirferðarmeiri en bolur
Krists á krossinum.
Hvaða íslenzkur maður hefur árið 1363 litið svo stórt á sig, að
hann gerðist svo djarfur að sýna sjálfan sig afhenda heilagri þrenn-
ingu veraldlega bók?
Skarðsbók dregur nafn sitt af höfuðbólinu Skarði á Skarðsströnd.
Þar átti hana fyrstur, svo vitað sé fyrir víst, Eggert Björnsson, d.
1681, Magnússonar prúða í Bæ á Rauðasandi, d. 1635, en móðurafi
Björns, Eggert Hannesson, lögmaður í Bæ á Rauðasandi, d. um 1585,
hafði gefið Birni lögbókina.5
Jakob Benediktsson, sem gaf út ljósprentun af Skarðsbók árið
1945,° segir frá þeirri tilgátu Ólafs Halldórssonar stjórnarráðs-
fulltrúa, sem kemur fram 1904,7 að Ormur Snorrason á Skarði hafi
látið gera Skarðsbók. Ólafur segir, að bókin sé rituð af lögfróðum