Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 11
GJAS'ARAMVND í íslenzkú KaNdrití
13
manni eða undir umsjá slíks manns. Getur hann þess til, að sá mað-
ur kunni að hafa verið Ormur lögmaður Snorrason á Skarði. Þessa
tilgátu Ólafs telur Jakob Benediktsson ekki nógu vel rökstudda.
Ormur Snorrason mun vera fæddur um 1320. Hann var af Skarðs-
ætt, sonur Snorra lögmanns Narfasonar. Hann fór utan árið 1344.
Á árunum 1359—1368 var hann lögmaður. Tók hann þátt í Grund-
arbardaga 1362 með Smið Andréssyni og Jóni Guttormssyni skrá-
veifu. Þeir voru báðir drepnir, en Ormur fékk kirkjugrið. Um hann
er ort þessi vísa í kvæði Snjólfs um Grundarbardaga:
Frá ek stála storm
mjök sturla Orm
þar er kysti kyr
kirkjunnar dyr:
kvað hann þurfa þess
að þylja vers,
þó er bænin best
honum byrgi mest.
í kvæðinu er farið fremur háðulegum orðum um karlmennsku
þeirra Orms og Jóns skráveifu, enda er það ort af norðanmanni,
sem hefur verið þeim óvinveittur. Ormur Snorrason fór enn utan
1365 og kom út 1366. Hafði hann þá fengið hirðstjórn um allt land
ásamt Andrési Gíslasyni og hélt hirðstjóratign í tvö ár. Ormur varð
lögmaður í annað sinn 1374—1375. Hann mun hafa dáið um 1402.8
Skarðsbók hefur verið dýr bók. Hún er 157 blöð á kálfsskinn, afar
mikið og fagurlega skreytt. Jón Helgason segir: „Sá hefur verið
auðugur maður og átt mikið undir sér er hana lét rita. — Það er
varla út í bláinn að hann lét taka Hirðskrá upp í bókina, og mætti
gera sér í hugarlund að hann hefði talið sig handgenginn konungi
og líklega haft hirðstjóratign“.9
1 hinni ljósprentuðu útgáfu af Codex Scardensis, Postulasögum,
telur Desmond Slay10 Orm Snorrason á Skarði líklegan til að hafa
látið gera þá bók og færir að því ýmis rök. Ólafur Halldórsson
magister hefur rannsakað rithendur nokkurra handrita og komizt
að merkilegri niðurstöðu, sem hann birti í fyrirlestri í Félagi
íslenzkra fræða í des. 1963 (enn óprentaður). Það, sem hér fer á
eftir er orðrétt haft eftir Ólafi Halldórssyni: „Skarðsbók — ÁM
350 fol. — og Codex Scardensis — postulasagnahandritið stóra —
eru skrifuð á sama stað. Til þess bendir, að sama hönd og er á
Skarðsbók, er á fyrri hluta ÁM 233a fol., en sama hönd og er á