Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 18
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
OG BREIÐFIRZKI BÁTURINN
i.
Mörg eru Helgafell á fslandi, en eitt er öðrum kunnara. Þangað
upp fór Snorri goði, þá er hann vildi leggja vinum sínum og frænd-
um haldkvæm ráð. Eg vil ekki fullyrða, að vér höfum erindi sem
erfiði að ganga á bungu þess, en víst er, að þaðan má líta Breiða-
fjörð, út til hafs og inn til eyja, og af þeim sjónarhóli mætti vera
auðveldara að átta sig á atburðum, sem tengdir eru viðfangsefni
því, sem hér verður fjallað um.
Af fellinu sjáum vér Höskuldsey vaka yzt í firðinum, og þaðan
rær fyrsti bóndinn á Helgafelli, Þorsteinn þorskabítur, á haust-
vertíð 938. Bátur hans ferst, en skipshöfnin kemur rakleiðis utan
af miðum sjóblaut og gengur í fellið. Þessi atburður er öðrum
þræði raunveran eins og hún hafði og hefur tíðkazt við strendur
íslands, en hins vegar dæmi um vonartjáningu mannsins, að ekki
sé enn dagur að kveldi kominn, að eitthvað sé hinum megin, enda
sáust í fellinu eldar stórir og þaðan heyrðist glaumur og horna-
skvöl.1
Vesturland, og þó einkum byggðir Breiðafjarðar, hefur orðið
höfundum íslendingasagna frjósamari akur en aðrir landshlutar.
Flestar eru vestlenzku sögurnar taldar skráðar á 13. öld, en þó eru
meðal þeirra síðborningar eins og Bárðar saga Snæfellsáss, Víg-
lundar saga og Króka-Refs saga, sem ekki eru færðar í letur fyrr
en seint á 14. öld eða síðar.
Ef tína ætti saman úr íslendingasögum allan fróðleik um báta
og skip, siglingar, fiskveiðar og sjávarfang, sjómennsku yfirleitt,
1 Isl. fornrit IV, bls. 19.