Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 27
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN 29 tíðarskip sín að vetrarlagi yfir Kollafjarðarheiði, 25 km vegalengd, eða allar götur úr botni Kollafjarðar að Laugabóli við Djúp.1 Ég bendi á þetta atvik vegna þess, að í íslendingasögum kunna að vera margir atburðir, sem oss virðist einsýnt að telja til skáld- skapar, en hafa átt sér stað í raun og veru. Heimildir í íslenzkum fornritum um skipaeign, siglingar, kaup- mennsku og landafundi eru allmiklar, en misjafnlega traustar. Þótt talsverður hluti þessara heimilda væri talinn gildislaus, er þó svo mikið vitað með sannindum, að fullyrða má, að íslendingar voru mikil siglingaþjóð á landnáms- og söguöld. Þar með er ekki sagt, að þjóðin hafi getað misst úr flota sínum 25 kaupskip á einu og sama sumrinu. Ef íslendingasögur greindu frá öllum skipakaupum þjóðarinnar á söguöld, hafa þau ekki verið mikil, enda hefur hún í upphafi þeirrar aldar enn búið að skipakosti landnemanna að einhverju leyti. Menn mega ekki láta einstök dæmi, sem ef til vill eru tortryggileg eða telj- ast til undantekninga, villa sér sýn, eins og t. d. skipaeign afkom- enda Dala-Kolls eða skipaeign Þorkels Eyjólfssonar. Einstaka bænd- ur hafa haft ráð á að kaupa handa sonum sínum hálft eða heilt skip, en þeir hafa ekki verið margir og vafalaust færri en sögurnar greina frá. Reyndar er lítið vitað um verðlag á kaupförum á sögu- öld. Sæmilegur knörr hefði getað kostað álíka mikið og væn jörð eða tvær litlar jarðir. Til stuðnings þessari getgátu má minna á kaup Þorbjarnar á Laugarbrekku,2 Þorleiks Höskuldssonar á Kambsnesi,3 4 Ara Súrssonar á Hamri1 og Óttars í Grímstungum í Vatnsdal.5 Engin ástæða virðist til að draga í efa, að erlendir höfðingjar hafi gefið íslendingum haffær skip, en fremur er ólíklegt, að það hafi átt sér stað jafnoft og sögurnar herma. Innlendar skipagjafir voru ekki heldur sjaldgæfar, en hætt er við, að í frásögnum af þeim sé stundum málum blandað. — Laxdæluhöfundur telur sig staðfesta frásögu sína af auðæfum Þorkels Eyjólfssonar með því að geta þess, að hann eigi tvo knerri í förum.6 — Þorkell gefur Gunnari Þiðranda- 1 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Kaldur á köflum (Endurminningar Eyjólfs frá Dröngum), Rvík 1953, bls. 93—95. 2 Isl. fornrit IV, bls. 205. 3 Sama V, bls. 111. 4 Sama VI, bls. 118. 5 Sama VIII, bls. 140. o Sama V, bls. 203.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.