Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 27
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
29
tíðarskip sín að vetrarlagi yfir Kollafjarðarheiði, 25 km vegalengd,
eða allar götur úr botni Kollafjarðar að Laugabóli við Djúp.1
Ég bendi á þetta atvik vegna þess, að í íslendingasögum kunna
að vera margir atburðir, sem oss virðist einsýnt að telja til skáld-
skapar, en hafa átt sér stað í raun og veru.
Heimildir í íslenzkum fornritum um skipaeign, siglingar, kaup-
mennsku og landafundi eru allmiklar, en misjafnlega traustar.
Þótt talsverður hluti þessara heimilda væri talinn gildislaus, er þó
svo mikið vitað með sannindum, að fullyrða má, að íslendingar
voru mikil siglingaþjóð á landnáms- og söguöld. Þar með er ekki sagt,
að þjóðin hafi getað misst úr flota sínum 25 kaupskip á einu og
sama sumrinu.
Ef íslendingasögur greindu frá öllum skipakaupum þjóðarinnar
á söguöld, hafa þau ekki verið mikil, enda hefur hún í upphafi þeirrar
aldar enn búið að skipakosti landnemanna að einhverju leyti. Menn
mega ekki láta einstök dæmi, sem ef til vill eru tortryggileg eða telj-
ast til undantekninga, villa sér sýn, eins og t. d. skipaeign afkom-
enda Dala-Kolls eða skipaeign Þorkels Eyjólfssonar. Einstaka bænd-
ur hafa haft ráð á að kaupa handa sonum sínum hálft eða heilt skip,
en þeir hafa ekki verið margir og vafalaust færri en sögurnar
greina frá. Reyndar er lítið vitað um verðlag á kaupförum á sögu-
öld. Sæmilegur knörr hefði getað kostað álíka mikið og væn jörð
eða tvær litlar jarðir. Til stuðnings þessari getgátu má minna
á kaup Þorbjarnar á Laugarbrekku,2 Þorleiks Höskuldssonar á
Kambsnesi,3 4 Ara Súrssonar á Hamri1 og Óttars í Grímstungum í
Vatnsdal.5
Engin ástæða virðist til að draga í efa, að erlendir höfðingjar hafi
gefið íslendingum haffær skip, en fremur er ólíklegt, að það hafi
átt sér stað jafnoft og sögurnar herma. Innlendar skipagjafir voru
ekki heldur sjaldgæfar, en hætt er við, að í frásögnum af þeim sé
stundum málum blandað. — Laxdæluhöfundur telur sig staðfesta
frásögu sína af auðæfum Þorkels Eyjólfssonar með því að geta þess,
að hann eigi tvo knerri í förum.6 — Þorkell gefur Gunnari Þiðranda-
1 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Kaldur á köflum (Endurminningar Eyjólfs frá
Dröngum), Rvík 1953, bls. 93—95.
2 Isl. fornrit IV, bls. 205.
3 Sama V, bls. 111.
4 Sama VI, bls. 118.
5 Sama VIII, bls. 140.
o Sama V, bls. 203.