Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 30
32
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þennan grun styður samanburður á skipatjóni frá upphafi Islands-
byggðar fram um 1100 og á tímabilinu 1100—1400.
Sá virðist hafa verið háttur reyndra siglingamanna, þegar þeir
komu á knerri að ströndum íslands, að taka þá höfn, sem skemmst
var undan, nema byr væri öruggur til þess að nálgast staðinn, sem
ætlunin hafði verið að sigla til. Reynslan hafði kennt mönnum, að
ótækt var að tefla landtöku í tvísýnu, dorma skammt undan ströndu
eftir leiði í áttina heim. Meðan á þeirri bið stóð, gat komið stormur
af gagnstæðri átt, og fyrr en varði var skipið út í reginhafi. Af
þessum sökum var mjög títt, að menn lentu skipum sínum fjærri
heimahöfn. Mál þetta skal skýrt nánar með fáeinum dæmum.
Um Þórarin ramma, sem var lengi í förum, er þess sérstaklega
getið, að hann hafi ætíð kosið sér höfn að vild. Líklega er sagt frá
þessari byrsæld Þórarins sökum þess, að hún var eindæmi.1 Ólíkt
sennilegri þykir mér frásögnin af Oddi Ófeigssyni frá Reykjum, en
hann „var farsælli en aðrir menn; aldrei kom hann norðar en í Eyja-
fjörð og aldrei vestar en í Hvítá, en oftast í Hrútafjörð".2
Frásagnarvert þykir um jafn-þaulvanan siglingamann og Odd,
að hann skuli geta tekið land einhvers staðar á svæðinu milli Eyja-
fjarðar og Hvítár í Borgarfirði.
Breiðfirðingarnir lllugi Arason á Reykhólum og Snorri goði,
samtímamenn Eiríks rauða, kunnu vafalaust báðir vel að stíga
ölduna, en það var öðru nær en þeir gætu ætíð tekið land, þar sem
þeir höfðu kosið sér höfn. lllugi lendir t. d. í Hraunhöfn á Melrakka-
sléttu í stað þess að komast í Vaðal á Barðaströnd.3 4 og Snorri
goði í Hornafirði, en ekki í Kumbaravogi hjá Bjarnarhöfn.1
Hafi Breiðfirðingarnir Eyjólfur í Ólafsdal og Þorgeir hófleysa
verið annað en skáldsagnapersónur, kynnu þeir að hafa verið uppi
á svipuðum tíma og Eiríkur rauði, en af þeim frændum er þessi
saga: — Þeir höfðu „keypt skip í Noregi og héldu því til íslands,
þá er þeir voru búnir. Þá velkti lengi úti og komu síð um haustið
á Borgarfjörð. Og er þeir komu þar, þá skildi þá á um landtöku;
vildi Eyjólfur halda skipinu til Straumfjarðar, því að þangað var
byr, en Þorgeir hófleysa vildi halda skipinu til réttar (leggjast til
drifs) og vita, ef byr gæfi fyrir jökulinn, og vildi halda skipinu
1 Isl. fornrit VIII, bls. 257.
2 Sama VII, bls. 297.
3 Sama VI, bls. 194.
4 Sama IV, bls. 22.