Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 31
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
38
í Dögurðarnes. Þá var gengið til siglu og eftir leitað, hvorir fleiri
væru skipverjar, þeir er sigla vildu, eða hinir, er í rétt vildu leggja
skipið. En fyrir því mönnum hafði leiðzt í hafinu, þá voru þeir fleiri,
er sigla vildu til lands.----Þeir tóku Straumfjörð”.1
Skipsmenn eru orðnir þreyttir á hafvolkinu og vilja því umfram
allt halda til næstu hafnar, en jafnframt leynir sér ekki í ákvörð-
un þeirra óttinn við að missa af landtöku, ef farið yrði fram hjá
Straumfirði. Þótt ekki sé löng leið vestur með Snæfellsnesi, fyrir
Jökul og inn í Dagverðarnes, gat hún orðið torsótt á knerri, ef
ekki blés byrlega. Minna má á Dyflinnarfarið, sem Þórgunna hin
suðureyska kom með: „Þeir lágu mjög lengi um sumarið við Rif
og biðu þar byrjar að sigla inn eftir firði til Dögurðarness“.2 —
Eitt sinn öndvert sumar lét skip í haf frá Noregi áleiðis til íslands.
Eftir mánaðar útivist kom það til Vestmannaeyja. Síðan sigldi það
vestur með landi og hafnaði loks um veturnætur í Miðfjarðarósi,
en þangað var ferðinni heitið.3 — Marka má af þessum dæmum,
að ekki var ætíð auðfarið á þessum skipum meðfram ströndum
landsins fremur en um úthafið.
Frásögn Lögmannsannáls af árferði og atburðum 1392 getur
þess, að þá hafi Pétursbollinn einn skipa komizt til íslands, en
hann braut í spón millum Krýsuvíkur og Grindavíkur. Mannbjörg
varð, en peningar týndust allir. Tíu skip ætluðu um sumarið frá
Björgvin út til íslands, en komust hvergi. Þá var „ófaraár mikið í
skiptöpum og byrleysum, bæði með þýzkum, enskum og norræn-
um----------“4
Oft vill gleymast, þegar rætt er eða ritað um siglingar Islendinga,
kaupferðir þeirra og landafundi, að byrleysur áttu einnig sinn þátt
í ófaraárum þjóðarinnar.
VI.
Þegar Eiríkur rauði kemur aftur í Breiðafjörð úr Grænlands-
ferð sinni, sennilega sumarið 985, hefur vafalaust skjótt spurzt um
landfundinn og hvernig honum og félögum hans hefur vegnað þau
þrjú ár, sem þeir voru fyrir vestan haf. Hvort Eiríkur hefur verið
ráðinn í því, jafnskjótt og hann kom heim, að flytjast af landi
brott, eða hvort hann hefur tekið þá ákvörðun vorið eftir, þá er hann
1 Isl. fornrit VI, bls. 215.
2 Sama IV, bls. 137.
3 Sama XIV, bls. 169.
4 Isl. Annaler indtil 1578, bls. 285.