Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 31
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN 38 í Dögurðarnes. Þá var gengið til siglu og eftir leitað, hvorir fleiri væru skipverjar, þeir er sigla vildu, eða hinir, er í rétt vildu leggja skipið. En fyrir því mönnum hafði leiðzt í hafinu, þá voru þeir fleiri, er sigla vildu til lands.----Þeir tóku Straumfjörð”.1 Skipsmenn eru orðnir þreyttir á hafvolkinu og vilja því umfram allt halda til næstu hafnar, en jafnframt leynir sér ekki í ákvörð- un þeirra óttinn við að missa af landtöku, ef farið yrði fram hjá Straumfirði. Þótt ekki sé löng leið vestur með Snæfellsnesi, fyrir Jökul og inn í Dagverðarnes, gat hún orðið torsótt á knerri, ef ekki blés byrlega. Minna má á Dyflinnarfarið, sem Þórgunna hin suðureyska kom með: „Þeir lágu mjög lengi um sumarið við Rif og biðu þar byrjar að sigla inn eftir firði til Dögurðarness“.2 — Eitt sinn öndvert sumar lét skip í haf frá Noregi áleiðis til íslands. Eftir mánaðar útivist kom það til Vestmannaeyja. Síðan sigldi það vestur með landi og hafnaði loks um veturnætur í Miðfjarðarósi, en þangað var ferðinni heitið.3 — Marka má af þessum dæmum, að ekki var ætíð auðfarið á þessum skipum meðfram ströndum landsins fremur en um úthafið. Frásögn Lögmannsannáls af árferði og atburðum 1392 getur þess, að þá hafi Pétursbollinn einn skipa komizt til íslands, en hann braut í spón millum Krýsuvíkur og Grindavíkur. Mannbjörg varð, en peningar týndust allir. Tíu skip ætluðu um sumarið frá Björgvin út til íslands, en komust hvergi. Þá var „ófaraár mikið í skiptöpum og byrleysum, bæði með þýzkum, enskum og norræn- um----------“4 Oft vill gleymast, þegar rætt er eða ritað um siglingar Islendinga, kaupferðir þeirra og landafundi, að byrleysur áttu einnig sinn þátt í ófaraárum þjóðarinnar. VI. Þegar Eiríkur rauði kemur aftur í Breiðafjörð úr Grænlands- ferð sinni, sennilega sumarið 985, hefur vafalaust skjótt spurzt um landfundinn og hvernig honum og félögum hans hefur vegnað þau þrjú ár, sem þeir voru fyrir vestan haf. Hvort Eiríkur hefur verið ráðinn í því, jafnskjótt og hann kom heim, að flytjast af landi brott, eða hvort hann hefur tekið þá ákvörðun vorið eftir, þá er hann 1 Isl. fornrit VI, bls. 215. 2 Sama IV, bls. 137. 3 Sama XIV, bls. 169. 4 Isl. Annaler indtil 1578, bls. 285.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.