Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 32
34 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hafði barizt við Þorgest á Breiðabólstað og fengið ósigur er öldungis óvíst. Vér skulum hins vegar gera ráð fyrir, að Eiríkur hafi strax og hann hitti kunningja sína sagt þeim allt af létta af útivist sinni og hvílíkt gósenland hann hafði fundið og dvalizt á, og hann hafi enn fremur látið það spyrjast samtímis, að hann mundi flytjast þangað næsta sumar. Með því móti hefur Eiríkur ár til þess að undirbúa ferðina og jafnframt þeir, sem við fyrstu fregnir ráða þegar við sig að fylgjast með honum. Ekki er ólíklegt, að Eiríkur hafi verið drjúgur áróðurs- og aug- lýsingamaður og í lokkandi heiti landsins hafi aðeins verið fólgið brot af gyllilýsingum hans á Grænlandi. Eyjabóndinn Eiríkur rauði þekkir það af reynslu, að Breiðfirðingar kunna vel að meta gagn af hvers konar veiðiskap. Eggver og selalátur eru um allan fjörð. Flyðra í eyjasundum og í Bjarneyjaál og gnægð annars fisks á grunn- og djúpslóð. Eiríkur hefur vafalítið ekki síður haldið á loft, hve veiðisælt væri í Grænlandi bæði í sjó og á landi, en hve gott væri þar undir bú.3 Lýsing Eiríks á landinu fyrir handan sundið hefur trúlega gengið í augu margra og fortölur hans um nýtt land- nám hafa óefað látið vel í eyrum þeirra, sem bjuggu við rýran kost á lélegu jarðnæði eða höfðu orðið hart úti í hallærinu mikla, sem heimildir telja þá nýliðið hjá.1 2 Margt fleira gat stutt að því, að menn fýsti að flytjast til Grænlands. Ævintýraþrá hefur jafnan verið rík í brjósti mannsins, og ein leið hennar til þess að leita sér svölunar er að kanna nýjar slóðir. Vera má, að einnig hafi verið líkt farið um fleiri en Þorbjörn á Laugarbrekku, sem hafði ekki lengur virðingarráð sökum lausafj árskorts og kaus því heldur að fara af landinu en týna sæmdinni.3 Sennileg er getgáta Guðbrands Vigfússonar, að flestar sögur um Grænland og Vínland muni upphaflega vera runnar frá Ara fróða.4 Vitneskjan um skipafjöldann í Grænlandsleiðangrinum gæti því einnig verið komin frá honum, þótt hann sé ekki greindur í íslend- ingabók. í Landnámabók er beinlínis tekið fram, að Ari sé heim- ildarmaður að skipafjöldanum, og ætti því að mega treysta, að rétt sé um hann hermt.5 1 Fornmanna sögur II, bls. 215. 2 Þorvaldur Thoroddsen: Árferði á Islandi í þúsund ár, Kaupmannahöfn 1916— 1917, bls. 16—17. 3 ísl. fornrit IV, bls. 205. 4 Safn til sögu Islands I, bls. 367. 5 Landnámabók, Kbh. 1925, bls. 62.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.